25.7.2009 | 15:12
Takk Helga fyrir að veita okkur gleði og innblástur
Helga er Íslendingur sem er staðráðin í því að láta það takast sem hún stefnir að. Það getum við einnig ef við setjum okkur það sem takmark að byggja Íslandi bjarta framtíð.
Íþróttafólk veit snemma að til þess að komast í fremstu röð þarf að forgangsraða hlutum og að það muni taka mörg ár að ná toppinum.
Við erum í alveg eins stöðu í samfélaginu og þurfum að sjá hlutina í réttu ljósi og í réttum tímaramma. Við þurfum ekki að selja sálu okkar, auðlindir eða sjálfstæði til annara til þess að það megi verða. Enginn önnur en Helga sjálf, hleypur, stekkur og kastar fyrir hana. Á sama hátt eigum við ekki að blekkja okkur og segja að einhver önnur öfl utan Íslands muni bjarga okkur.
Við getum það sjálf. Alveg eins og Helga, - og það mun taka tíma. Mörg ár, vissulega en það er svo sannarlega þess virði. Spyrjið bara Helgu.
Og enginn á hana Helgu nema hún sjálf...
![]() |
Helga Margrét sló öllum við í kúluvarpinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Bloggar, Íþróttir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er svo sannarlega flottur árangur hjá henni. Frábært.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 17:15
Ómar Ingi, 25.7.2009 kl. 19:33
Ég tek undir með þér, Pétur. Helga á að vera okkur fyrirmynd.
Uppgjafartónninn sem heyrist úr öllum áttum er stoltri þjóð ekki sæmandi.
Ragnhildur Kolka, 26.7.2009 kl. 09:37
Gott að menn sjái ljósið, nóg er nú svartnættið allsstaðar. Don´t worry be happy
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 10:54
Brosveitan - Pétur Reynisson, 26.7.2009 kl. 11:08
Þetta er svo sannarlega góð ábending og þörf. Og Helga er góð fyrirmynd.
, 27.7.2009 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.