Hvernig er það, - er ekki ESB himnaríki og einasta leiðin út úr vandamálum okkar? Eiga ekki litlar þjóðir eins og Írland og eystrasaltsríkin að njóta öryggis og stöðugleika við það að tilheyra hinni stóru kærleiksríku og tillitssömu Evrópu fjölskyldu?
Getur verið að ESB sinnar lumi á fjölskyldumyndum þar sem landsfeður og mæður eru með fýlusvip á vör? Þeim hefur bara verið stungið aftast í albúmið?
Ég veit ekki með ykkur, en vindar blása í aðrar áttir en bara í austur til Evrópu og dæmin eru nógu mörg um það að það fljóti ekki allt í mjölk og hunangi innan ESB.
Það stefnir í 15% hjá ESB þjóðinni Írlandi. Mikið hefur það gert þeim gott að vera í þessu sterka og góða bandalagi sem á að stuðla að stöðugleika og velferð hjá þjóðum þess...
En auðvitað myndi svona nokkuð aldrei koma fyrir okkur ef við yrðum aðilar að ESB einnig, ekki satt?
Mesta atvinnuleysi í 14 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
og ef atvinnuástandið skánar ekki neitt við inngöngu í ESB, hvaða gagn er þá að ESB aðild? ertu kannski að berjast fyrir því að draumur útrásarvíkinganna og annarra stóreignarmanna um ESB aðild og Evru verði að veruleika? þegar hægt verður að ráða Rúmena í vinnu á tíunda hluta þess sem kostar að ráða íslending? þegar hægt verður að fara með allt sparifé landsmanna í glæfraspil án þess að nokkurntíman verði hægt að stoppa þá eða setja hömlur á hversu mjög þeir geta skuldsett íslensku þjóðina? var ekki bölvun EES samningsins nóg með sinni útrás og Icesave útibúum?
Fannar frá Rifi, 7.8.2009 kl. 11:42
Það eru einhverjir hér á moggablogginu sem fá greitt fyrir að dreifa 'hálfsannindum' um ESB. Kannski ertu ekki einn af þeim minn kæri. Við megum ekki gleyma því Íslendingar að þegar harðnar á dalnum eykst atvinnuleysi hér líka. Hinsvegar höfum við getað flutt út avinnuleysi á mögru árunum og þannig hafa tölur allar litið betur út. Þetta eru forréttindi sem margar þjóðir hafa ekki vegna gífurlegs mannfjölda miðað við oss.
Gísli Ingvarsson, 7.8.2009 kl. 11:46
Okkar 'ESB' á þeim tímum sem ég man eftir voru norðurlöndin óvinir 'okkar'.
Gísli Ingvarsson, 7.8.2009 kl. 11:47
Þeir eru allavega ekki að sjá skuldir aukast um tugi prósenta ef ekki tvöfaldast.
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 12:51
samkvæmt hvaða heimildum Jón? 75% tölunni sem ESB trúboðar koma með eða samkvæmt því sem eftirlitsstofnun EFTA og ESB töku saman og komust að? Eftirlitsstofnun EFTA og ESB sem hefur umsjón með EES samningnum komst að því með því að telja lög og reglur að þá væru Íslendingar búnir að taka upp 6,5% af öllum lögum og reglum ESB.
Er það Jón Frímann. Innan ESB get ég ekki ráðið Rúmenna á Rúmennskum launum í vinnu í landi utan Rúmeníu? Þú getur semsagt fullyrt það og lofað upp á æru þína að slíkt þekkist ekki og geti ekki gerst innan ESB?
Fannar frá Rifi, 7.8.2009 kl. 12:58
hjálpað mér? þú maðurinn sem berst af kjafti og klóm fyrir málstað útrásarvíkinga? maðurinn sem vill að óreiðuskuldir þeirra lendi á Íslendingum? og allt til þess að styggja ekki ESB.
Við erum bara búinn að taka upp 6,5% af regluverki ESB. Þú getur kallað þetta kafla og bækur og hvað eina en það er samt bara 6,5% af regluverkinu.
Þú segir að það sé ólöglegt, samkvæmt hvaða lögum? landslögum eða evrópulögum?
Fannar frá Rifi, 7.8.2009 kl. 16:58
Fannar
Þegar bygging Kárahnjúkavirkjunar stóð yfir, reyndi starfmannaleigur að borga lægri laun en eru gildandi hér á Íslandi. Sem betur fer er regluverkið hér í kringum vinnumarkaðinn það sterkt og gott, auk þess sem við vorum orðin aðilar að reglum frá EES. Verkalýðshreyfingin hefði því sterkann lagaramma í höndunum til að fást við þessi mál. Ég tel víst að einhver mál hafi aldrei komið upp á yfirborðið, en margir fengu leiðréttingu sinna mála. Það er alveg sama hvar við erum í veröldinni, það er allsstaðar fólk sem er tilbúið að nýðast á ninni máttar. Ég er f.v. starfsmaður hjá verkalýðsfélagi og hef því aðeins fylgst með þessum málum.
Hvað varðar fullyrðingu þína um regluverk ESB, þá finnst mér hún varla svara verð.
Jón Frímann hefur kynnt sér þessi mál afskaplega vel og ég veit að hann fer ekki með heimildir hér á vefinn, nema vera viss um að þær séu réttar. Ég þekki manninn og veit því vel hvað ég er að segja.
Hann dreifir ekki hálfsannindum svo mikið er víst. Þið mættuð vera stoltir af því að vera eins vel að ykkur þennan raunveruleika og hann er.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.8.2009 kl. 18:26
Styðjum Samtök Fullveldissinna og berjumst fyrir þjóðina.
http://l-listinn.blog.is/blog/l-listinn/
ÁFRAM ÍSLAND
Nei við Icesave - Nei við ESB
Ísleifur Gíslason, 10.8.2009 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.