Brosveitan - Pétur Reynisson

Ég heiti Pétur Reynisson, 39 ára Akureyringur. Barnfæddur í Danmörku, gékk í leikskóla á Grænlandi og grunnskóla og framhaldsskóla á Akureyri. Útskrifaðist svo sem kristniboði eftir 3 ára nám í Noregi og bjó svo 4 ár í Ungverjalandi. Þetta gera því 13 ár af ævi minni annar staðar en ísland. Ég er giftur og á 3 yndisleg börn.

Ég er haldinn ólæknanlegri bjartsýni og lífsgleði og get sagt að ungur að árum byrjaði ég að ganga á Drottins vegum eins og það er stundum kallað og tileinkaði mér af öllu hjarta að elska náungann og virða hann. Mér líður vel innan um allt fólk og er ekki að predika yfir neinum en fókusa á að vera fylltur af kærleika og láta það skína gegnum líf mitt.

"Að brosa kostar ekki neitt en margborgar sig" og ein hlið af persónulieka mínum hefur alltaf verið sá að gleðja fólk og uppörva. Það er sá hlutinn af mér sem er mest í gangi á moggablogginu. Dýpri þenkjandi hlutinn minn er ávallt til staðar og við getum sökkt okkur niður í allskonar pælingar verði staður og stund til þess.

Um þessar mundir er ég með aðstöðu á Vaxey sem er sprotasetur fyrir frumkvöðla á Akureyri. Þar er ég að vinna að ýmsu sniðugu sem á ábyggilega eftir að sjást á netinu og sumt af því í gegnum bloggið mitt.

Við þurfum öll að sýna meiri jákvæni, hlýju og kærleika og ég vil leggja mitt af mörkum til þess að gera líf okkar allra ögn léttbærara og undirtrika þá staðreynd að við þurfum á hvort öðru að halda og við erum ein stór fjölskylda. Þetta er ekki klisja heldur trúi ég þessu af öllu hjarta. Ef og þegar þú hittir mig einhvarstaðar, þá hittir þú einstakling sem hugsar ekki um eiginn rass og rétt heldur þykir vænt um þig með falslausum kærleika.

Við þurfum öll að vera duglegri að sýna þetta meira í orði og verki og þá væri landið okkar í miklu betra ásigkomulagi.

Ég vona að hvort sem þú sért sammála eða ósammála lífsýn minni og trú minni, að þá virðir þú mig sem sammanneskju og þiggir frá mér það sem kemur til þín í gegnum blogg mitt. Mest af því er óttalegt bull en við megum ekki taka okkur of alvarlega. Guð skapaði okkur með húmor og við eigum að njóta þess að geta hlegið og haft það gaman.

Drottinn blessi þig lesandi góður!

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Pétur Ingimar Reynisson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband