13.7.2009 | 18:52
Brosandi bolir til sölu núna! www.bvbolir.com komin í loftið
Jæja þá! Eftir þrotlausa vinnu og langt blogghlé að sama skapi, get ég glatt ykkur með því að bolirnir sem ég hannaði eru núna til sölu og hægt er að byrja að panta þá inni á www.bvbolir.com
Núna eru um 30 mismunandi bolir til sölu og ESB bolurinn og Icesavesamnings bolurinn eru að sjálfsögðu þarna. Einnig margir aðrir skondnir og fallegir bolir.
Kíkið inn á síðuna og látið vita af þessari öðruvísi "bolir-til-sölu" síðu.
Saller búðin í göngugötunni á Akureyri mun selja bolina mína og ég er að leita eftir góðum aðila í Reykjavík sem vill selja bolina fyrir mig þar. EF einhver ykkar hefur áhuga á því, þá hafið samband við mig
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:01 | Facebook
Athugasemdir
Sæll félagi...Bara klassi hjá þér og vonandi mun þetta ganga vel hjá þér.
Kveðja..
Halldór Jóhannsson, 13.7.2009 kl. 21:35
Snilldar hugmynd og flottir bolir hjá þér. Gangi þér vel með söluna á þeim.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 22:20
Snilldar bolir hjá þér, innilega til hamingju með þetta framtak. Ég ætla að koma norður í sumar og þá kíki ég í búðina sem selur bolina, margir sem ég gæti hugsað mér að eiga og gott verð.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2009 kl. 09:35
Flott hjá þér !
Jónína Dúadóttir, 14.7.2009 kl. 09:49
ræddu við Svavar hjá gullfosskaffi.. og slíka söluaðila. túristar kaupa svona í tonnatali.
Óskar Þorkelsson, 14.7.2009 kl. 12:12
Er enginn með þetta á höfuðborgarsvæðinu og hvert er verðið?
Ísleifur Gíslason, 14.7.2009 kl. 13:27
Enginn er komin með þetta ennþá á Reykjavíkursvæðinu og ég er að leita eftir góðum aðilum sem vilja selja þá.
Verðin á flestum bolum er 2.800 kr sem er mjög gott verð fyrir boli í fullum litum. Svörtu og hvítu bolirnir sem eru bara með "BVbolir" lógóinu vinstra megin eru á 2.400 kr.
Brosveitan - Pétur Reynisson, 14.7.2009 kl. 13:39
Sá bolina í útstillingarglugga á Akureyri í fyrradag þar sem við vorum á ferð og skoðaði mér til skemmtunar. Lentum í að þýða þá yfir á ensku fyrir túrista sem voru spenntir að vita hvað stæði á þessum sniðugu bolum. Gangi þér vel.
Jónína Óskarsdóttir, 17.7.2009 kl. 18:47
Það er spurning að setja þá á ensku líka??
Halldór Jóhannsson, 17.7.2009 kl. 19:40
Spurning já. Ég held samt ekki að þettu væru bolirnir sem túristar myndu kaupa... nema ég gætu fundið eitthvað sem gegni virkilega vel á ensku.
Þetta er samt ekki vitlaus hugmynd. Melti þetta aðeins ... "Ísland liggur niðri" bolurinn gæti gengið og spurning með Icesave.
Brosveitan - Pétur Reynisson, 17.7.2009 kl. 19:52
vera með íslensku að framan og ensku að aftan... þetta þrælvirkar
Óskar Þorkelsson, 17.7.2009 kl. 19:59
Það er reyndar góð hugmynd. Kostar aðeins meira að prenta en þá þarf ekki að vera með 2 gerðir. Hei, ég ætla gera þetta með 2-3 boli og sjá til. Takk fyrir hugmyndina
Brosveitan - Pétur Reynisson, 17.7.2009 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.