30.6.2009 | 16:35
Brosandi bolir! Bolir sem segja það sem við þurfum að heyra núna :-)
Vegna góðra undirtekta sem ég hef fengið vegna "Stórasta lán í heimi" bolsins, héf ég ákveðið að láta verða af gömlum draum, að hanna nokkra boli með einhverju á sem fólki finnst skemmtilegt og myndi gjarnan klæðast.
Ég mun bæta fleiri útgáfum við á næstu vikum og athuga áhugan á að panta slíka boli. Ef undirtektir eru góðar, get ég látið prenta í stærra upplagi og minnka kostnað. Svo sé ég til hvernig framhaldið verður. Hér koma 3 bolir til að byrja með:
Sendið mér email á brosveitan@mixmax.tv ef þið hafið áhuga eða í kommenti
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.7.2009 kl. 20:09 | Facebook
Athugasemdir
Frábært að hafa svona boli á heimilinu. Það er enda ekki vanþörf á nú á tímum. Þegar allt þjóðfélagið er í sárum eftir kreppuna og hrunið.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 16:41
Takk takk.Þetta er kærkomið.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 21:40
Snilld mjög flottir, og ef hálsmálið á þessum bolum væri V laga mundi í panta nokkra og tala nú ekki um ef hægt væri að fá hlýraboli.
(IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 23:44
"stórasta lánið" er í uppáhaldi hjá mér,,,,,,,,, flott líka á börnin og barnabörnin sem eiga eftir að borga af láninu..
Marta smarta, 1.7.2009 kl. 10:14
Er hægt að fá þessa boli á raðgreiðslum?
Offari, 3.7.2009 kl. 10:12
Brosveitan - Pétur Reynisson, 3.7.2009 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.