Nýtt efni á vefsjónvarpið og á vefsíðan stækkar

Þá er nýr skammtur af efni kominn inn á vefsjónvarpið og einnig 2 ný svæði á vefsíðunni.

Myndasögur er svæði þar sem hægt er að lesa stuttar myndasögur á ensku og uppfærist svæðið nær daglega.

Mixið er skemmtilegt svæði sem gaman verður að byggja upp, en þar verður samansafn margra hluta eins og powerpointshow, flash og forrit ýmiskonar.

Leikjahlutinn stækka með hverri viku og er ég ánægður með viðbrögð foreldra sem eru ósáttir við aðrar íslenskar leikjasíður sem gera krökkum kleift að komast inn á fullorðinssíður.

Ég hef tekið þann pól í hæðina að ekki setja inn alla leiki sem til eru í heiminum og hafa enga stjórn á því hvað birtist kringum þessa leiki.  Gáttin er 100% örugg og barnavæn og ég vil hafa það þannig.

Endilega látið barnafólk vita af þessari síðu og hvað sé í gangi.

Þið megið einnig senda mér vídeóefni eða annað skemmtilegt efni sem þið hafið sjálf gert eða segja öðrum frá sem lumar á einhverju skemmtilegu. 

Gáttin:  "Öruggur staður til að vera á" la la la þið megið tralla ef þið viljið ;) www.gattin.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband