Slík barátta hefur verið í gangi í langan tíma

Það eru þrýstihópar í Bandaríkjunum sem hafa til lengri tíma verið að berjast bæði fyrir því að fá lögum um sifjaspell hnekkt og einnig að færa mörk þess hvenær er hægt að stunda kynlíf neðar, jafnvel niður í 12 ár.

Skoðanakönnun sem var gerð í Noregi meðal karlmanna þar sýndi að um 20% prósent (man ekki alveg nákvæma tölu, því miður), fanst það allt í lagi að stunda kynlíf með stúlkum undir lögaldri ef þeir kæmust upp með það.

Öll þessi barátta hefur einkennst af þeirri sýn og rökum að frelsi til að fylgja eftir fýsnum sínum og lifa út langanir sínar séu eðlilegar og eigi ekki að takmarka.

Þeim fer fjölgandi sem finnst þetta vera í lagi, ekki gagnstætt og því eðlilegt að spyrja hvers vegna þróunin sé í þessa átt?  Það hefur áður verið farið hamförum á blogginu gegn klámi, en ég vil spyrja ykkur oppinnar spurningar sem byggir á hreinum staðreyndum.  Það klám sem er vinsælast er titlað "teen sex",  "preteen", "barely legal" og áfram eftir þessum nótum.  "incest videos" er nóg af og góð eftirspurn eftir þeim. 

Hér kemur spurningin:  Hefur þetta framboð á klámi og áhorf á það engin áhrif yfir höfuð á mótun lífsgilda og hvað sé eðlilegt og hvað ekki?  Að sjá mök í gangi þar sem berlega er verið á allan hátt að leika atriði þar sem stúlkan á að vera undir lögaldri, hefur það engin áhrif á siðferðislegar hindranir inni í okkur?  Skiptir siðferði einhverju máli í dag og ef svo er, eru einhver takmörk?

Geta takmörk breyst?  Það sem er bannað í dag verður ok á morgun?  Er það æskilegt?  Hvert stefnum við og hvaða veruleiki bíður okkar eftir 10-20 ár ef að það sem er "óeðlilegt" í dag getur verið fullkomlega eðlilegt eftir nógu langt ferli.

Vinsamleg umræða óskast um málið. 


mbl.is Þýsk systkini berjast gegn lögum sem banna sifjaspell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst ekki réttlátt að blanda þessum tveimur málum saman. Mál systkinanna í Þýskalandi er náttúrulega frekar mikil undantekning sem skýra má með því til dæmis að þau ólust ekki upp saman og svo frv. Þau eru líka bæði fullorðin þegar þau kynnast og eru að taka meðvitaða ákvörðun um sitt líf. Það er ekki smekklegt að bera þetta saman við viðhorf einhverra manna um að afnema bann við kynlífi við börn undir lögaldri. Þetta vildi ég nú bara láta koma fram.

Helgi H. (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér finnst hins vera gott hjá þér, Pétur, að vekja athygli á þessu máli, sem er meginefni greinar þinnar og vel haldið á spöðunum.

Jón Valur Jensson, 9.3.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband