Google hefur pening til að fara þessa leið en lækka í áliti

Þetta er auðvitað vandmeðfarið þar sem einungis er um brot af verkunum að ræða og slík leitarvél gæti virkað sem hvati til að kaupa bækur.  Tíminn einn mun skera úr um það. 

Hins vegar er aðferðin sem Google beita ábyrgðarlaus og einungis gerð til að græða pening sem fljótast.  Þeir geta nefnilega í skjóli þess skannað bækur og byrjað að tengja auglýsingar inn á leittarniðurstöður án þess að hafa heimild höfundar. 

Ef höfundur svo uppgötvar þetta og krefst þess að þetta verði fjarlægt eða fari í mál, þá hefur Google svo miklu meira en nóg af seðlum til að borga slíkan kostnað.  Ávinningurinn er hreinlega miklu meiri og jafn líklegt að auglýsingatekjur sem koma inn vegna niðurstaða kringum þetta bókarbrot hafi halað inn nóg til að borga þann kostnað.

Ég hef alltaf líkað Google og það sem þeir eru að gera en hér fá þeir mínus í kladdann minn.  Hugmyndin er gríðar góð en útfærslan slæm.


mbl.is Microsoft skýtur föstum skotum að Google
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fellur í mínum kladda undir sama hatt og Google earth, það gat hver sem er sagt sjálfum sér að það myndi vera hægt að sjá svæði sem ekki allir vildu að væru aðgengileg á netinu þegar Google Earth fór af stað. Jafnvel svæði sem myndu hreinlega vera hættulegt að myndu sjást. En Hugsunin sem mér hefur allavega fundist vera í gangi hjá Google er að ef einhver er á móti þá geti hann sagt það. Höfundarréttarlögin eru því miður ekki þessleg að allir sem "njóta góðs" af þeim vilji þau endilega. Sjáið bara umræðuna um tónlist og höfundarrétt þar semmargir listamenn vilja hreinlea að tónlistinni þeirra sé downloadað. Það sama á hugsanlega við í þessu tilfelli, ég veit að ég mun ekki hætta að kaupa bækur þó ég geti lesið eitthvað á netinu, ég vill hafa bókina í höndunum, en gott væri að geta gluggað í hana áður en ég kaupi hana til að sjá hvort eitthvað vit sé í henni.

Google hefur og er greinilega ennþá haldið sér mjög nálægt gráa svæðinu og farið nokkuð vel inn í það af og til og mér finnst þeir koma mjög vel út úr því. Lögin og reglurnar eru orðnar gamlar og við þurfum að uppfæra þau án þess að óttast að allt muni hrynja og Google sýnir af og til að það muni ekki gerast og ég kýs að líta á þetta sem eitt slíkt dæmi.

Af hverju í ósköpunum er Microsoft annars að benda á þetta? Þetta er helsti keppinauturinn og þeim kemur höfundarréttur á bókum ekkert við nema í tengslum við sína eigin leitarvél. Ef þetta er ekki gert af ótta þá veit ég ekki hvað. Þetta er eins og tapsár krakki sem byrjar að gráta vegna þess að hann er að tapa leiknum. 

Siggi G (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Sigurjón

Afturhalds- og íhaldssemin mun ávallt tapa að lokum fyrir framþróun og frjálsu framtaki hins frjálsa einstaklings.  Lifi frelsið!

Sigurjón, 8.3.2007 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband