Stjórn fiskveiða í höndum pólitíkusa í Brusell? Ekki góð hugmynd

Það eru ýmsar góðar ástæður fyrir inngöngu í ESB en það eru einnig nokkrar góðar ástæður fyrir hinu gagnkvæma og í raun er svolítið erfitt að setja sig algerlega upp á móti öðrum hvorum valkostinum.

En eitt veit ég, eða þykist hafa rökstuddan grun um og það er að líklega mun það vera eintóm óskhyggja að halda að við myndum geta stjórnað okkar fiskmiðum og aðgengi í þau algjörlega sjálf.  Þetta er atriði sem vegur mjög þungt og við megum fastlega búast við því að virði fisksinns okkar muni aukast meir í framtíðinni.  Hendum því ekki bara í hendurnar á öðrum sem gætu alveg eins notað aðgengi í íslensk fiskimið sem skiptimynt fyrir eitthvað annað gagnvart öðrum ríkjum eða þrýstihóðum innan ESB.  Áhættan er of mikil segi ég. 


mbl.is FAO hvetur til hertara eftirlits með veiði í úthöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég treysti þeim í Brussel mun betur heldur en Samherja hf, fyrir stjórn fiskveiða við Ísland.

Níels A. Ársælsson., 5.3.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband