20.2.2007 | 14:26
Hers vegna? Hefur klámvæðing eitthvað með þetta að gera?
Ef að við viljum telja okkur trú um að klám sé allt í lagi, þá erum við alltaf að opna fyrir möguleika sem þessum, því þar eru konir hlutir sem hægt er að nota og virðing fyrir manneskjunni ekkert. Það hefur áhrif á okkur og hvernig við lítum á fólk í kringum okkur og þá nánustu, maka og börn. Hvað viljum við frekar, frelsi til að horfa og njóta alls þess kláms sem við viljum í nafni lýðræðis og frelsis eða auka líkurnar á alls kyns misnotkun og níðslu á saklausum einstaklingum, sérstaklega börnum?
Fólk þarf að vera blint til þess að sjá ekki tengslin eða þá að það vill leyfa þetta vegna sinna eigin hvata sem leynast inni í þeim, í mismiklu mæli og getur ekki eða vill ekki segja nei við klámi.
Getum við sagt nei við klámi? Já. Hefur klám góð áhrif? Þorir einhver að segja já við því? Hvernig væri heimurinn án kláms? Væri það eftirsóknarvert? Græðum við meira á því að lifa í þjóðfélagi án kláms? Spyrjum okkur sjálf þessarra spurninga. Spurðu sjálfan þig ef þú hefur ánetjast klámi. Þú getur hætt, alveg eins og að hætta að reykja eða hætta að borða svona mikið. Þetta er alltaf spurning um val og ég vil fullyrða að klám er ekki til þess fallið að byggja upp neinn.
Ergo: byggjum betri heim og horfum frekar á National Geographics og Animal Planet. Við lærum þá eitthvað í staðinn. Dýralífsmyndirnar þar eru alla vega fræðandi...
Segir unga dóttur hafa tekið við starfi vændiskonu af móður sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Klám hefur lítið með þetta að gera. Tilraunir til þess að tengja klám við svona ofbeldi þjóna þeim eina tilgangi að búa til sökudólg þar sem engan er að finna.
Svona mál sína eiga uppruna sinn þar sem eitthvað mikið er að og það hefur ekkert með klám að gera. Svona mál eru ógeðsleg, en hafa ekkert með klám að gera. Þar sem fólk tekur þátt að fúsum og frjáslum vilja. Þetta er eins og að segja að kynlíf sé nauðgun, vegna þess að konan samþykkti að taka þátt í því.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:54
Ég tel hiklaust að klám sé áhrifavaldur í svona málum. Ekki hinn einasti en einn af þeim og þess vegna verður að benda á það. Svona mál eru samsett, það viðurkenni ég. Þetta er eins og hópslagsmál, enginn einn sökudólgur en margir sem tóku þátt og verður að taka alla fyrir.
Klám er samfélagsleg mengun sem við getum alveg lifað án. Það er engin missir af því
Brosveitan - Pétur Reynisson, 20.2.2007 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.