Verið að flýja sökkvandi skip?

mccain-scowling-smallerMcCain er ágætis kall og því kemur þetta svolítið á óvart.  Ég reikna með að spunameistarar hans hafi ráðlagt honum núna á þessu stigi að byrja fjarlægja sig ráðandi stefnu ríkisstjórnarinnar og þá er auðvitað augljóst að gagnrýna Íraks hernaðinn sem hefur jú verið tómt klúður.  Ef ég ætti að velja einhvern Repúblikana, þá væri það nú líklega hann, þótt erfitt yrði að gera upp milli hans og Rudi. 

John Edwards yrði Demókratinn sem ég myndi velja, líklega.  Annars veit maður sjaldan hvað maður er að kjósa yfir sig fyrr en eftir á og kemur í ljós hvaða þrýstihópar "eiga inni greiða" hjá frambjóðendunum...


mbl.is McCain segir Rumsfeld versta varnarmálaráðherra sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband