Um Búdapest og "ofur klósett"

Bruecke_nightÁstæðan fyrir þessu bloggi kemur reyndar frá frétt í gær um mjög svo tölvuvædd almenningsklósett í Nýju Mexíkó sem tala við mann.  Jay Leno gerði einnig grín að þessu og þetta minnti mig á 2 atvik frá dvöl minni í Ungverjalandi.  Bæði atvikin tengdust nafngift á mönnum og mannvirkjum.

Í eitt skiptið vorum við hjónin og tengdaforeldrar á ferð í smábæ einum og fórum upp að minnistöflu einnri um fallna Ungverja í seinni heimstyrjöldinni.  Listinn var langur og með ýmsum nöfnum sem ég hafði ekki áður lesið um eða heyrt um áður. 

Er ég las eitt nafnið lyfti ég brúnum og ímyndunaraflið fór af stað.  "Súper Jósef"... gat þetta verið rétt?  Heitir einhver "Súper"?   Ég sá fyrir mér Jósef flögrandi um í rauðhvítgrænnri skikkjunni sinni og þorpsbúarnir hylltu hann ákaft, - alveg þangað til hann var skotinn niður með Kryptonite byssukúlu.  Skondið nafn. 

Nokkrum vikum seinna vorum við stödd í Budapest og á ferð okkar um miðbæinn sé ég almenningsklósett eitt sem hafði yndislega skemmtilegt nafn og ég gat ekki get annað en að brosa og halda aftur af hlátri.  "SUPER WC"! stóð skrifað gulum stöfum á rauðri töflu fyrir ofan hina litlu byggingu.  Og ég fór að hugsa aftur.  hvað væri svona súper við þetta klósett?  Var það kannski talandi og með sjálvirkum skeinara?  Gat verið að það væri með innbyggðum magnmæli og kveddi þig með vélrænni röddu sem segði að lokum eitthvað á þessa leið:  "...þakka fyrir að gefa sk.. í mig".  Skondið nafn.

Einu ári seinna var þessi bygging því miður horfinn, þegar ég ætlaði að taka mynd til að setja í albúmið mitt.  Eitt af þessum ógleymanlegu mannvirkjum sem ekki meiga falla í gleymsku Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband