Verður videoblogg framtíðin á mbl.is?

Þá er ég búinn að ljúka síðasta hlutanum í þessu testi.  Frá því að ég hætti upptöku og þangað til videoið birtist hér á þessarri bloggsíðu, liðu rúmar 5 mínútur.  Ekki slæmt miðað við alla þá tæknilegu þætti sem hingað til hafa gert þetta ferli langt.

Úff, ég sé að ég þarf að raka mig áður en alþjóð fer að horfa á mann.  Ég var aðeins og bjartsýnn með 2 mínúturnar, gleymdi einu atriði sem lengir þetta ferli en miðað við 30 mínutur eða enn lengur eins og getur gerst gegnum nokkrað vefþjónustur, þá er þetta meira en viðunandi

Stóra spurningin er, hvort við eigum eftir að sjá meira um að fólk videobloggi hér á MoggBlogginu.  Videoblogg er ekkert nýtt.  Það hefur verið í gangi æi nokkur ár erlendis og margt skemmtilegt hefur verið gert á því sviði.  "citizen journalism" eða borgara fréttamennska hefur aldrei verið í eins miklum blóma eins og núna.  Fréttaþjónusta eins og sjá má á www.rocketboom.com er gríðarvinsæl og sýnir að ekki þarf mikið til að búa til eitthvað sem vekur eftirtekt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband