29.1.2007 | 10:52
Tilraunaútsendingar aftur í gang
þá er ég kominn aftur norður og farinn að vinna áfram að uppbyggingu Gáttarinnar. Tilraunaútsendingar eru aftur byrjaðar og því hægt að sjá eitthvað gerast á vefsjónvarpinu. Ég vona að ég geti sett í gang efnismeiri dagskrá kringum 10-15 febrúar og aukið efnið í nokkrum skrefum eftir það.
Endilega látið sem flesta vita af þessu framtaki og sjáið litla vefsjónvarpsstöð fara í gang sem fer nýjar og ódýrari leiðir.
Meðal þess sem er hægt að gera inni á Gáttinni er að vera með videoblogg og senda inn eigið myndefni. Vonandi eiga fleiri eftir að nýta sér þetta. Á næstunni mun ég breyta virkni forritsinns, þannig að það taki ekki yfir skjáinn hjá notendum í byrjun og verði kurteisara.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.