Norrænt efnahagsbandalag er rétta leiðin og hefur alltaf verið.

scandinavia_1.gifUndanfarin 8 ár hef ég alltaf talað fyrir því að við ættum að setja miklu meiri kraft í það að byggja upp norrænt efnahags og atvinnubandalag með mögulegu aðkomu Grænlands og Færeyja.  Kanada væri einnig mögulegur kandidat og eystrasaltslöndin þar á eftir. 

Vandamálið við alla umræðu um bandalög og samvinnu hér á landi er að fæstir hugsa þetta sem eitthvað langtíma markmið sem tæki 10-20 ár að koma á, heldur vilja menn allatf einhverjar skammtíma lausnir, reddingar.  Nú á ESB að redda okkur en Stór Evrópu draumur elítunnar á meginlandinu er hið dulda afl sem knýr áfram ESB mun gera áfram.  ESB er í innsta kjarna sínum eitt riki sem vill auka völd sín með því að innlima á kurteisan hátt önnur lönd gegnum ýmis stjórntæki.  Flestir gera sér ekki grein fyrir þessu né átta sig á því hversu miðstýrt ESB er.

halda því fram að við séum Evrópu þjóð er rangt.  Við erum fyrst og fremst Eyþjóð, næst erum við Norræn og síðan getum við farið að deila okkur á milli Evrópu og Ameríku.  ESB er bara miklu meira sexí heldur en eitthvað norrænt bandalag...  það er svo "lame" Wink

En framtíð okkar hvílir ekki inni í bandalagi 20-30 annara þjóða heldur hvílir hún á okkar eigin herðum og með aðstoð landa sem ekki vilja vera aðilar að þeirri ófreskju sem ESB er.

ESB var ekki stofnað á einu ári og norrænt bandalag verður það ekki heldur.  Hins vegar getum við lagt úr vör og byrjað að vinna að því á öllum stigum að slíkt geti orðið að veruleika.  Rödd okkar og mikilvægi innan slíks bandalags myndi hafa miklu meira vægi heldur en það yrði innan ESB.

Það var brosað að mér fyrir 6 árum síðan þegar ég nefndi þann möguleika að byggja upp norrænt fjarvinnunet, þar sem samskiptatækni nútímans gerði manni kleift að sinna vinnu fyrir fyrirtæki á norðurlöndunum en maður héldi búsetu sinni á Íslandi og öfugt.  Ég er nú hræddur um að fólksflóttinn úr landi hefði eitthvað minnkað.  Alla vega úr þeim geirum atvinnulífsins þar sem slíku fyrirkomulagi væri hægt að koma við.

Þessa tillögu lagði ég fram og nefndi við nokkra aðila innan samfylkingarinnar, meðal annars við einn sem nú er ráðherra í dag og annan fyrrverandi.  Einnig sat ég fundi þar sem talað var um nýsköpun og hef hlustað á margar fallegar ræður um  að Íslendingar geti orðið leiðandi varðandi notkun upplýsingatækninnar og að koma verkefnum á vegum hins opinbera inn í farveg fjarvinnu.  Sendir voru netpóstar og talað við þingmenn og aðstoðarfólk þeirra.  Reynsla mín var sú að flestum þeirra var í raun alveg sama þegar upp var staðið.

Það var talað hátt og fallega en þegar kom að því að taka ákvörðun og segja, þetta stöndum við fyrir, þetta ætlum við að gera og þessu ætlum við að fylgja eftir... þá gerðist ekkert.

En þetta er nú allt í fortíðinni, en ég hendi hér fram aftur þeirr hugmynd og þeirri staðreynd um leið að slíkt væri alveg gerlegt og gæti skapað atvinnu og haldið atvinnu í byggð og landi fyrir marga.  Ég sagði að það myndi taka 3 ár að byggja upp starfandi "prótótípu", frumgerð að slíku neti og 7 ár til að koma því á það stig að það færi virkilega að virka á allan hátt, tæknilega, samfélagslega og mannlega.  Ég stend við þetta álit mitt.

Nýja Ísland verður ekki byggt upp nema við hugsum hlutina alveg upp á nýtt og komum okkur út úr því óréttláta og siðspillta stjórnmála kerfi og fjármálakerfi sem hefur verið byggt upp hér í gegnum síðustu hálfa öld. 

Siðbót þarf einnig að eiga sér stað,þar sem hjörtu okkar og siðferði eru endurnýjuð og þá er nú komin tími til að við förum að rifja upp hvað Jesús kenndi okkur.  Það á algjörlega erindi við okkur öll  í dag og hefði hann mótað  ákvörðunartökur okkar meir, væri Ísland öðruvísi í dag.  Við erum Kristin þjóð en höfum hafnað nánast öllu sem Kristur kennir okkur og haldið að taumlaus frjálshyggja sé vegurinn að ganga. 

Elskum Jesús og elskum á falslausan hátt náungan og þá leysum við sjálfkrafa úr læðingi hamingju sem er ekta og sem varir.  Að eiga bimma og 100 fermetra plasmaskjá færir manni ekki hamingju og mun aldrei gera.  Timi til komin að átta sig á því sem er ekta í þessari tilveru Smile


mbl.is Vill að Norðmenn láni Íslandi meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessar hugmyndir þínar eiga sér án efa hljómrunn hljómgrunn hjá Samtökum Fullveldissinna. Ég hvet þig til að kynna þér samtökin og stefnu þeirra. Tek það fram að ég er ekki hlutlaus, heldur sit ég í stórn samtakanna.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.8.2009 kl. 16:36

2 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Ég kíki á ykkur

Sannleikurinn er sá að ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með alla þá flokka sem eru inni á þingi og ég veit að mjög mörgum líður eins.  Það voru mörg neikvæð atkvæði i síðustu kosningum og margir kusu það "illskásta" 

Ég viðurkenni fúslega að ég kaus VG, vegna þess að ESB árátta samfylkingarinnar var orðin svo einstreningsleg og einhliða að aðrir möguleikar voru ekki einu sinni til umræðu.  Við getum bæði verið Norræn, litið á okkur sem Evrópuþjóð og átt samleið með Evrópu á marga vegu án þess að ganga inn Í ESB.

Brosveitan - Pétur Reynisson, 12.8.2009 kl. 18:02

3 Smámynd: Sjóveikur

Endilega komið þessu til skila til sem flestra gott fólk Devil við á dekkinu erum búin að fá nóg Sick´

http://www.youtube.com/watch?v=vvs5kOZ-VKw

Besta kveðja frá www.icelandicfury.com munum nota þann stuðning sem kemur inn fyrir niðurhal á tónlist til að skila af okkur "rannsóknum og reynslu" á ævintýrinu "Útgerð á Íslandi" í samanburði við aðrar þjóðir og meðferð hráefnis frá fiskveiðum Íslenskra sjómanna/kvenna Crying

Byltingin étur börnin sín ! Lifi Byltingin !!!

sjoveikur

Sjóveikur, 12.8.2009 kl. 21:30

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Pétur, svar þitt rennir enn frekar stoðum undir það að þú eigir heima í samtökum okkar. Við vorum nefninlega ófá þar sem kusum eins og þú, og af svipaðri ástæðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.8.2009 kl. 23:35

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er voðalega falleg hugsun.. en því miður alls ekki gerleg og enginn áhugi á henni á norðurlöndum.. eða kanada.  þau hafa nú þegar miklu nánara samstarf sín á milli en ísland hefur við þau og þau þurfa ekkert nýtt bandalag.

Þetta er órökvís draumur manns sem ekki skilur pólitík .

Óskar Þorkelsson, 13.8.2009 kl. 12:47

6 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Ég skil vel röksæmdafærlsu þína Skari en það er ekki rétt að það sé ekki neinn áhugi fyrir þessu á norðurlöndunum. Þessi umræða hefur alltaf verið til staðar, það hefur bara lítið sem ekkert verið fjallað um hana í fjölmiðlum.

Kanada er langsótt, ég viðurkenni það en ég er ósammála því að þetta sé órökvís draumur. Að mynda bandalag milli Noregs, Íslands, Færeyja og Grænlands á ákveðnum sviðum er alveg gerlegt.

Myndun ESB var órökvís á sínum tíma, Stofnun BANDAríkjanna var órökvís á sínum tíma og mörg önnur dæmi eru til. Hugsjónin er til staðar hjá mörgum og með langtíma vinnu, 10-20 ára á þetta alveg séns.

Og ég skil býsna vel pólitík, Skari ;-) Ég hef komið nógu nálægt henni til að taka ákvörðun um að vera öðruvísi og ekki falla í það far sem flestir falla í.

Einnig máttu ekki vanmeta kraft hugsjóna og þess fólks sem knýr þær. Þetta er falleg hugsun, það er rétt hjá þér og hún er þess virði að taka han lengra. Norræn samvinna hefur alltaf verið til staðar, það þarf bara setja meiri kraft í það og víkka það svo hægt og sígandi út. Innan þess tímaramma sem ég nefni og með markvissu grasrótarstarfi er þetta alveg hægt.

Í dag er það draumur... sammála...

En draumar margra hafa ræst, jafnvel kynslóðum seinna ;-)

Takk fyrir gott inlegg :-)

Brosveitan - Pétur Reynisson, 13.8.2009 kl. 13:23

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Að mynda bandalag milli Noregs, Íslands, Færeyja og Grænlands á ákveðnum sviðum er alveg gerlegt.

Þetta er séns í sjávarútvegsmálum, tek undir það. en SE, DK og FI hafa engan áhuga á svona samstarfi því þau eru hamingjusöm innan ESB og þau hlunnindi sem því fylgir. 

Óskar Þorkelsson, 13.8.2009 kl. 13:33

8 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Ef þú fengir að ráða, hvernig myndir þú sjá fyrir þér krónuna okkar í slíku mögulegu samstarfi? Binda hana við þá nosrku eða taka hana bara upp hjá okkur?. Hvernig myndi þetta geta þróast ef þessi 4 lönd myndu sameinast um einn gjaldeyrir?

Hvað sérð þú fyrir þér Skari?

Brosveitan - Pétur Reynisson, 13.8.2009 kl. 13:49

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég vil helst að noregur taki bara yfir okkar efnahagsmál, við tökum upp norsku krónuna og norsk fjárlög.

verðum verndarríki norðmanna aftur.  Helst partur af noregi. 

Óskar Þorkelsson, 13.8.2009 kl. 13:53

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Samstarfið mundi verða að mestu sem sameiginlegt fiskveiði eftirlit í efnahagslögsögum þessara landa.. DK mundi eflaust verða partur af því sem það afl sem sér um færeyjar og Grænland.

Óskar Þorkelsson, 13.8.2009 kl. 13:56

11 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

He he, gaman að heyra þessar pælingar :-)

Krónan okkar er því miður alveg handónýt og verður ekki bjargað, það er klárt mál. Ég er hlyntur norsku krónunni eða að láta hana alla vega stýra okkar og styrkja. Þótt ég hafi búið nokkur ár í Noregi myndi ég nú samt ekki afsala fullveldi okkar til þeirra.

Ég myndi hins vegar bjóða eftirlitsstofnunum þeirra velkomna til að hreinsa til hjá okkur og vera lögga þegar kemur að banka starfsemi og starfsemi fyrirtækja á gjaldeyrismarkaði. Því höfum við svo klúðrað og höfum ekki nógan mannskap til að sinna því.

Heia Norge og áfram Ísland! :-)

Brosveitan - Pétur Reynisson, 13.8.2009 kl. 14:03

12 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

ef við leikum okkur aðeins að þessu áfram, þá getum við hugsað okkur að sjálsfstjórn Grænlands muni aukast, svo muni þeir vaða í olíu og gasi eins og við eftir 10 ár og svo munum við gerast blóðbræður Færeyinga og ulla framan í bretana varðandi Rockall svæðið...

Framtíðin býður upp á mikla möguleika... en mikið sökkar þetta feitt næstu árin fyrir okkur :-(

Hei!, ég er alla vega ekki enn farinn að borða skóna mína, þannig að þetta hefst kannski eftir allt saman ;-)

Brosveitan - Pétur Reynisson, 13.8.2009 kl. 14:06

13 Smámynd: Ísleifur Gíslason

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://WWW.fullvalda.is

http://l-listinn.blog.is/blog/l-listinn/

Ísleifur Gíslason, 14.8.2009 kl. 01:46

14 identicon

Sammála þér Pétur. Norðmenn og hinar norðurlandaþjóðirnar, eru okkur nánari en þeir gera sér grein fyrir sem aldrei hafa búið þar. Ég bjó í Noregi þegar Smugudeilan var og las allar blaðagreinar og lesendabréf sem ég fann um efnið. Þar voru ýmsir sem tóku upp hanskann fyrir íslendinga og eitt athyglisvert sem ég sá, var að í þorskastríðinu, þá vildu norðmenn taka þátt í baráttunni með íslendingum en bandaríkjamenn beittu þá þrýstingi og komu í veg fyrir það. Þess vegna fyllist ég alltaf viðbjóði þegar ég heyri menn segja að bandaríkin hafi komið íslandi til hjálpar í þorskastríðinu.

Mikið vildi ég að Jesús hefði byrst hérna fyrir tveimur árum þegar Græðgin og bruðlið hjá fjármálamönnunum stóð sem hæst. Ég veit að margir af þessum svokölluðu útrásarvíkingum og þeirra stuðningsmenn þykjast vera trúræknir. Þeir hefðu þá fengið á baukinn.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 10:23

15 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég er einangarunarsinni og tel að Ísland ætti að hætta í sameinuðu þjóðunum,ess og schengen.

Af hverju er fólk svona hrætt við að vera kallað einangrunarsinnar? 

Alexander Kristófer Gústafsson, 15.8.2009 kl. 18:28

16 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Nei við sameinuðu þjóðunum

Nei við Esb

Nei við Ess

Nei við Schengen

Nei við Nato

Alexander Kristófer Gústafsson, 15.8.2009 kl. 18:29

17 Smámynd:

Þetta eru vel skoðanlegir möguleikar. A.m.k. mörgum sinnum skynsamlegri en ESB ófreskjan.

, 15.8.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband