Rautt ljós á reiðina núna! :-)

samsta_a.jpg

 Það er eðlilegt að reiðast og vera sár en þegar við höldum áfram að næra reiðina og taka út reiðina á öðrum erum við komin á villugötur. 

Við vitum það öll innst inni, ef við viðurkennum það, að það eru hverfandi líkur á því að afgreiðslufólkið í bönkunum sé ábyrgt fyrir hruninu.  Við vitum að þau sem eru ábyrg fyrir því eru á öðrum stöðum.

Við eigum að vera reið á réttan hátt og gagnvart réttum aðilum og gera eitthvað jákvætt úr henni.
Við þurfum líka að fyrirgefa þótt það sé gríðarlega erfitt.  Lífið heldur áfram og reiði okkar getur bitnað á sakleysingjum í lringum okkur og þá erum við jafnsek þeim sem brutu niður þetta þjóðfélag.

Við þurfum ekki að hvessa röddina heima fyrir.  Við þurfum ekki að hrauna yfir aðra á blogginu eða í búðum og bönkum.  Hver er munurinn á að stela peningum frá fólki eða sálarró?  Hver er ég þá ef ég geri slíkt?  Við erum kristin og eigum að lifa eftir því sem við játuðum  í fermingunni, - Að elska Drottinn og náungann eins og okkur sjálf.

Sýnum samstöðu, skilning og kærleika gagnvart hvört öðru þar sem við hittumst á leið okkar gegnum lífið, sérstaklega á þessum tímum.


mbl.is Bankamenn fá áfallahjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Já ég tek undir þetta með þér, hvernig værí þá einnig að starfsmenn bankanna krefðust þess að það yrði tekið réttlátt á fólki og þeim sem í vandræðum eru í samfélaginu fengju aðstoð en ekki yfirgang og illindi og hótanir frá bönkum sínum.

Starfsmenn bankanna eru í lykilastöðu við að krefjast betri þjónustu fyrir landsmenn.

Steinar Immanúel Sörensson, 26.6.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Eygló

... þá misstu þeir líklega vinnuna :(

Eygló, 26.6.2009 kl. 12:42

3 identicon

Eftirmynnilegt atvik í verslun einni við Glerárgötu á Akureyri: Kona kom inn í verslunina til að kvarta og var foksill, byrjaði skammarræðu yfir afgreiðslumanninum. Hann stökk fram fyrir afgreiðsluborðið, greip utanum konuna og sagði "eigum við ekki frekar að dansa?". Það endaði allt í góðu.

Í miðbæ Reykjavíkur þurfti ég, sem öryggisvörður, að hafa afskipti af manni í "annarlegu ástandi". Þegar ég gekk að honum og ávarpaði, þá brást hann við hinn versti svo stefndi í vandræði. Ég hljóp og sótti kaffi og færði manninum, þá gjörbreyttist allt. Hann varð mjög þakklátur og við tókum upp vingjarnlegt spjall, hann hrósaði mér í hástert og allt fór vel.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 17:16

4 Smámynd: Eygló

"eigum við ekki frekar að dansa?".  110% himneskt :)

Kaffiboðið líka :)

Eygló, 26.6.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband