hmmm, hver hafði samband við fréttamenn varðandi þessa frétt?

snobb.jpgHringdi mamman í blaðamenn til að vekja athygli á þessu, því það væri svo hneykslanlegt að hún yrði bara að fara í "einhvern menntaskóla"?

Ég fór víst bara í einhvern menntaskóla en kom óskemmdur út úr honum og sáttur við lífið og tilveruna.

Kannski að það sé stundum betra að telja upp á tíu áður en maður vill hringja í allar fréttastofur... Wink


mbl.is Foreldrar bálreiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahah já greyið barnið að þurfa að fara bara í "einhvern menntaskóla".

vonandi að hún fái áfallahjálp greyið stelpan!!! ;)

Kolla (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:09

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þarna er einfaldlega verið að rugla saman tveimur óskyldum fyrirbærum: annars vegar gæðakröfum og hins vegar fjöldatakmörkunum. Í þessu tilviki er það takmarkaður fjöldi sem kemst að af praktískum ástæðum eingöngu, og eðlilegt að þeir hæfustu séu valdir, hinsvegar þýðir þetta ekki að verið sé að krefjast ákveðinnar frammistöðu sem skilyrði fyrir inngöngu almennt. Þessi vesalings stelpa og mamma hennar virðast einfaldlega hafa tekið þetta allt of persónulega, en auðvitað er þetta samt súrt í broti.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2009 kl. 11:44

3 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Já ég er sammála þessu mati þínu.  Þær hafa tekið þetta allt of nærri sér.  Ættu bara að fara í gönguferð og líta björtum augum á framtíðina.  Stúlkan er greinilega klár og getur náð langt, sama í hvaða skóla hún fer í.  Annað mál er hvernig hún bregst við vandamálum og erfiðleikum sem koma seinna meir í lífinu.  er hún nógu klár og tilbúin undir það?  Það eru engar einkunnir gefnar fyrir svoleiðis, en þetta er hins vegar færni sem skiptir miklu í lífinu, bæði varðandi starf og samskipti við fólk, einkum í einkalífinu.  Vonum að hún geti lært það jafnvel og bóknámið 

Brosveitan - Pétur Reynisson, 23.6.2009 kl. 11:49

4 identicon

Mér sýnist þið vera að misskilja inntakið í þessari frétt. Málið er að sumir gunnskólar notuðust við lokapróf fyrir nemendur sína og aðrir ekki, það er staðreynd Þannig endurspeglar lokaeinkunn þeirra ekki endilega „mun“ þeirra á milli og því ekki gætt jafnræðis við inntöku í framhaldskólana. Það er ósanngirnin í þessu og er vegna þess að ekki eru tekin samræmd próf þar sem það sama gengur yfir alla.

Ég tel það slæma þróun að skólarnir sjálfir hafi þetta ákvörðunarvald.  

Halla (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:56

5 identicon

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:05

6 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Ég er alls ekki að misskilja fréttina né inntakið, heldur benda á viðbrögð móðurinnar og orðræðu hennar og að hafa tekið málið svo langt að hringja í fréttamenn vegna þessa.

Brosveitan - Pétur Reynisson, 23.6.2009 kl. 12:10

7 identicon

Halla

Inntakið í þessari frétt er ekki það sem þú nefnir. Inntakið í fréttinni er að þarna er hrokafull móðir að kvarta yfir því að barnið hennar fær ekki allt sem hún vill. 

Móðirin er alls ekkert að ræða lokapróf, samræmt próf eða jafnræðisreglur. Hún er eingöngu að opinbera heimtufrekju sína og tilætlunarsemi og telur barnið sitt eiga meiri rétt en önnur börn. Það speglast í þeim orðum hennar að einkunnir í ár hafi verið óeðlilega háar. Á það einungis við um einkunnir annarra barna? Hvað með einkunnr hennar eigin dóttur? Voru þær kannski ekki of háar?

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:13

8 identicon

Vá hvað ég yrði sár-móðgaður ef ég væri skólastjórinn í menntaskólanum við sund....... og tala ekki um nemendurna sem hafa útskrifast úr honum...... æi svona third class......

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:31

9 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

góður Ragga

Brosveitan - Pétur Reynisson, 23.6.2009 kl. 12:39

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það mætti benda þessu fólki á að það komast alls ekki allir í framhaldsskóla yfir höfuð, sökum fátæktar. Hvílíkur drami að hlaupa með þetta í blöðin segir meira en mörg orð. Ef þetta er það versta sem getur gerst hjá þessari fjölskyldu er þau í góðum málum. Amen og kúmen.

Rut Sumarliðadóttir, 23.6.2009 kl. 13:10

11 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Ég segi bara aumingja Stelpan að eiga svona mömmu! Nú á þetta eftir að fylgja henni í hvaða skóla sem er. Finnst þetta ekki rétt og kalla þetta hroka og snobb!!!

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 23.6.2009 kl. 13:14

12 identicon

Ætli dóttirinn sé í raun jafn reið yfir þessu og hin bálreiða móðir hennar. Hef heyrt að MS sé nú bara ágætis skóli.

En hvað er ég annars að tjá mig um þetta, sem fór bara í hallærislegan fjölbrautaskóla í sveitinni.

hp (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 13:53

13 Smámynd: Eygló

Eina áfallahjálpin sem þörf væri á, væri vegna "slíkra" foreldra.

Auðvitað er þetta drullufúlt fyrir krakkaræflana, en þarna eru reglur.

Eygló, 24.6.2009 kl. 02:25

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skyldi unga stúlkan ekki mega vera ánægð að geta yfir höfuð farið í menntaskóla... það geta alls ekki allir. Og áfallahjálp ??? Það er ekki allt í lagi í höfðinu á einhverri þarna og þá er ég ekki að meina stúlkuna...

Jónína Dúadóttir, 24.6.2009 kl. 06:22

15 Smámynd: Dexter Morgan

Ég spái því að þessi stelpa (og sennilega mamma hennar líka) sé mökkmáluð ljóska, sem þekkir ekki orðið "NEI". Velkominn í "the real live" !

Dexter Morgan, 24.6.2009 kl. 08:20

16 identicon

Það sem um er að ræða í þessu tilviki er ekki það að móðirin sé reið yfir MS, heldur að ákveðnir grunnskólar ákváðu að t.d. notast við gömul samræmd próf sem búið var að fara yfir í nokkur skipti, eða leggja fyrir einfaldari próf en áður hafði verið á meðan aðrir skólar ákváðu að gengisfella ekki nafn sitt og lögðu fyrir erfiðari próf, og þar var þorri nemenda ekki með himin háar einkunnir, líkt og í þeim skólum þar sem lögð voru fyrir gömul samræmd próf.

 Meigin intak þessarrar fréttar átti að vera hversu mikið ósamræmi er orðið á milli grunnskóla þegar að samræmduprófin eru afnumin. Þegar að skólar hafa engar reglur um hvernig staðið skuli að prófum, og geta bara ákveðið að "vera góðir" og hafa "einföld/létt" próf, þá verður missamræmi á milli þeirra.

Þegar að krakkar eru búnir að leggja mjög hart að sér í námi, fá viðurkenningar frá skólunum, voru jafnvel búin að taka einhver samræmd próf í 9.bekk, og áfanga í fjölbraut í 10.bekk, þá er það ansi hart að fá ekki inn í topp 2 skólana hjá sér, og jafnvel að láta sér nægja að lenda í vali nr. 5 af því að þau höfðu metnað til að leggja hart af sér og voru í skóla sem ætlaðist til mikils af þeim.  Jafnvel þrátt fyrir að einkunnirnar þeirra slaga langt upp í 9.

Fólk ætti ekki að vera dæma þessa móður sem er í miklu andlegu áfalli yfir því að dóttir hennar sem hefur verið góður námsmaður, hún hefði annas ekki sótt um í Versló eða MR, komist ekki inn í þessa skóla. Það er ákveðin metnaður hjá krökkum að komast inn í góða skóla, sem hafa ákveðinn status, og þá á ekki að niðurlægja þá með blogg færslum eins og þeim sem hafa nú logað í blogg heimum, og t.d. hér þar sem litið er með fyrirlitningu á þessa flottu móðir sem er að benda á galla í krefinu, og hún rökkuð niður fyrir að berjast með kafti og klóm fyrir barninu sínu. Ef þetta hefði verið ég, þá hefði ég ekki bara verið að springa úr stolti yfir því að eiga móður sem væri svona annt um mig, heldur væri ég svo þakklát fyrir að fá stuðning á tímum þar sem heimurinn virðist vera í molum. Því það er andlegt áfall að komast ekki inn í mentaskólana sem eru í topp 2.

fólk ætti kannski að reyna setja sig í spor fólks áður en það fer að gagnrýna eitthvað sem það hefur ekki hunds vit á.

Aðalheiður (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 09:06

17 identicon

ég verð að segja að ég er mjög hissa á þessum skrifum hér á undan. Þegar unglingar eru búnir að leggja hart að sér við að komast í þann skóla sem þau helst kjósa að fara í þá er það auðvitað áfall að komast ekki inn og ekki síst ef þeim finnst ósanngjarnt hvernig að vali á nemendum er staðið. Mín dóttir er ekki námshestur, færri því, en hún reyndi að komast á listabraut í Borgó en komst ekki. Hún tók það mjög nærri sér og er ekki búin að jafna sig á því og veit ekkert í sinn haus fyrir vikið. Hvað á hún þá að gera og hvað er í boði ?? Þetta er ekki auðvelt og enginn ætti að gera lítið úr þessum " vandamálum" unglinganna.

enn ein fúl móðir :-( (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 16:16

18 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Ég held að fæstir séu að gera lítið úr stúlkunni, enda eingin ástæða til þess, heldur hefur umræðan verið um þá lítilsvirðingu og hroka sem lýsir sé í orðum móðurinnar þar sem hún gerir lítið úr þeim skólum sem dóttirin sótti ekki um "komist bara inn í einhvern menntaskóla"

Það er alltaf hópur grunnskólanemenda sem sækja um skólavist á hverju ári sem er hafnað, sumir sem eru með hærri meðaleinkunn en þessi stúlka.  Þetta hefur aldrei verið fréttaefni og hreinlega veruleiki sem hefur verið svona í tugi ára.  Að gera þetta að einhverjum skandal er fráleitt hvað sem líður breytingum í skólakerfinu eða ekki.

Bloggfærslur hafa snúist um viðbrögð móðurinnar.  Við höfum öll skilning gagnvart stúlkunni.  Hún er komin inn í MS og verður ábyggilega fyrirmyndar nemandi þar.  Það er undir henni komið hvernig hún nýtir sér það nám sem er þar til staðar og enginn heimsendir þótt hún komist ekki í "fínni skólana"...

Brosveitan - Pétur Reynisson, 24.6.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband