13.5.2009 | 12:13
Sjónmengun inni á Google Earth!
Alltaf þurfum við að verða öfgafólk í öllu sem við gerum! Yfirheyrilegur áhugi okkar á plönturækt er farinn að vekja athygli inni á Google Maps og það slíkt að kvartanir berast að ekki verði lengur hægt að horfa á landið utan úr geim vegna þessa áhuga okkar og muni eyðileggja ímynd okkar.
Aðrir benda hinsvegar á að þetta sé einungis liður í landgræðslu og áframhaldi af því ferli að gera landið aftur skógi vaxið frá fjöru til fjalls.
Kannabisræktun í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 12:16 | Facebook
Athugasemdir
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 12:23
TARA, 13.5.2009 kl. 12:49
Besta lengi!!!! Takk.
Eygló, 13.5.2009 kl. 14:20
Þakka þér fyrir það Eygló. Ég er ekki frá því að þessi fari á topp 10 listann hjá mér :-)
Eftir 1 ár gef ég svo út bók, verð ríkur og kaupi mér einkaþotu....
Brosveitan - Pétur Reynisson, 13.5.2009 kl. 14:24
Svona fer kúgun með þjóðir. Kúgun er ávísun á spillingu. það eru ekki allir jafn sterkir andlega eins og Nelson Mandela. Ég vil sjá tekið á grunnvandanum. Grunnvandinn er ekki séríslenskur. Hann er spilling heimsinsins. Tökum ESB sem litla viðmiðun. Hvers vegna er evrópa eitthvað betri en restin af heiminum? Hafa ekki gerst ljótir hlutir í evrópu upp í gegnum árin? Er evrópa frelsuð? Held ekki en endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér. það er á sveitamáli alltaf misjafn sauður í mörgu fé. Hef alltaf átt ervitt með að skilja að evrópa sé betri en restin af heiminum. Kanski vegna þess að ég hef kynnst svo mörgu góðu fólki frá öllum heimshornum. Hvernig líður okkur ef við erum í ESB og landamæri einhvers lands liggur að ESB? Ég gæti ekki útilokað fólk sem væri hinumegin við landamærin og sagt ja þeir eru ekki í ESB og á ekki rétt! Ómannúðlegt! Ég er svo mikill friðarsinni að öllum venjulegum Íslendingum finnst það heimska. Mannkynið á í mínum augum allt jafnan rétt. þetta er jafnréttisbarátta með stóru J.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2009 kl. 15:44
ehhh, fyrirgefðu Anna en í allri vinsemd, ertu ekki að kommenta á eitthvað allt annað blogg? :-)
Brosveitan - Pétur Reynisson, 13.5.2009 kl. 15:50
hahaha, kannski er Anna einmitt að því. Mér varð þetta á um daginn og hlaut þvílík viðbrögð að ég hélt ég yrði bannfærð á blogginu. Verið var að spjalla um eitthvað sakleysislegt, ég með allt aðra færslu í huganum og nefndi m.a. heilalausa minnisleysingja. Dýrin sluppu laus. Ég skýrði allt út og baðst afsökunar. Ekki það að Anna þyrfti þess.
Hvernig verður það MixMax, þú yrðir ríkur, keyptir þér einkaþotu, keyrðir allt á haus, yrðir óvinsæll með eindæmum og gerðist svo útlagi að eigin ósk.
Eygló, 13.5.2009 kl. 16:16
Sko, einkaþotan mín er eitthvað svona 2009 dæmi. Hér er mynd af henni:
http://www.doyletics.com/images/30redbar.jpg
Heldur þú að ég sé að far á eitthvað neyslufyllerí? Nei minn er svakalega ábyrgur í öllu sem ég geri... ;-)
Brosveitan - Pétur Reynisson, 13.5.2009 kl. 16:23
Góður
Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2009 kl. 16:30
Þessi er nett og fín, en kannski meira til innanbæjarbrúks. Svo er útilokað fyrir forseta vorn og frú, að húkka far.
Eygló, 13.5.2009 kl. 16:50
he he er þetta nokkuð verri landgræðsla enn Lúpínan á sínum tíma...landið fýkur jú burt eða sagði ekki einhver frægur það einu sinni. Þetta er kanski hægt að selja ekki eigum við fiskin hvort eð er eða aðrar orkulindir.. Allt kjaupt og betalt. 'Uff nú verð ég bæði hengd og skotin ...Takk fyrir bloggvináttubeiðnina , vona að ég setji þig ekki upp við vegg. flott síða hjá þér. kv Sirrý.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 13.5.2009 kl. 18:17
Var nú bara að reyna að sjá hlutina í samhengi en tókst greinilega illa að koma því frá mer á skiljanlegan hátt. Afsakið. Gáfurnar eru ekki meir en guð gaf.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.5.2009 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.