Búið er að bera kennsl á líkin... hér er mynd af þeim

7dwarves_350x285.jpg  Ekki er enn vitað hvernig dauða þeirra bar að en vonda stjúpmóðirinn liggur undir grun.  Hvorki hefur náðst í Snjóhvítu né stjúpmóðurina vegna málsins.
mbl.is Fundu sjö lík á fjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig dettur þér í hug að gera grín að þessu?

Jökull (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 18:05

2 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

þekktir þú þetta fólk? 

Það má kannski ekki koma með neinar broslegar hliðar á neinu nú orðið.  Ekki er hér um neitt persónulegt grín eða háð á neinn einstakling hér heldur gantast með töluna 7 í þessu samhengi og kringumstæðurnar.  Hefði þetta verið á Íslandi hefði ég að sjálfsögðu aldrei gantast með þetta.  Það er alltaf hægt að kvarta og gagnrýna allt ef menn vilja en engum líður betur vegna þess.

En það er greinilegt að þú sérð engar broslegar tilvísanir í þessu og það er einnig allt í lagi.  Aðrir líta kannski ekki á þetta sömu augum og þú.

Engu að síður vona ég að þú munir eiga gott og brosríkt kvöld Jökull 

Brosveitan - Pétur Reynisson, 10.5.2009 kl. 18:17

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sammála Jökli

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.5.2009 kl. 18:43

4 identicon

Ég sé ekki neinar "broslegar tilvísanir" í því að sjö lík hafi fundist erlendis. Finnst líka furðulegt þetta heimóttarlega viðhorf að það sé allt í lagi að gera grín að hörmungum og dauðsföllum erlendis, það þurfi bara að bera virðingu gagnvart íslenskum hörmungum. Hefði það þá líka verið alveg "drepfyndið" ef 7 börn hefðu verið myrt í Rússlandi? Þér hefði líklega fundist það ennþá fyndnara þar sem börn eru jú lágvaxin eins og dvergarnir sjö...?

Æ, kannski flokkast ég sem tuðkelling að vera að kommenta á þetta, og vanalega er ég nú með frekar kaldhæðinn húmor sjálf, en þarna er ég algjörlega sammála Rósu og Jökli.

Haltu samt áfram að horfa á broslegu hliðarnar í lífinu, því það er jú svo mikilvægt. Þú þarft bara að læra hvar mörkin liggja... :)

Sigurrós (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 18:50

5 identicon

halló halló, tökum nú lífinu með ró við komumst nú hvort er eð ekki lifandi frá því. Jú mér fannst þetta fyndið samt hef ég upplifað hörmunga og dauðsföll með fjölskyldu minni. Gat samt greint á milli.  kv. Elísabet

Elísabet (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 20:45

6 Smámynd: Þór Magnússon

Væri ekki rétt hjá þér að kíkja til læknis á morgunn, það er ótrúlegt hvað þeir geta gert viðsvona vandamálum.

Þór Magnússon, 10.5.2009 kl. 22:14

7 identicon

Verð að segja að mér fannst þetta líka frekar fyndið, fínt að lesa eitthvað annað en væl yfir ríkisstjórninni eða kvótanum eða einhverju í þeim dúr. Halltu áfram að vera fyndni bloggarinn hér á mbl.is. Það veitir ekki af því að fá eitthvað til að brosa yfir í þessari blessuðu kreppu.

kv. Toggi

Þorgrímur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 22:37

8 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Ég gat líka hlegið, kannski er ég bara svona biluð... en myndbandið er þreytandi ég verð að slökkva á hljóðinu áður en ég lít hér inn.

Marta Gunnarsdóttir, 10.5.2009 kl. 23:57

9 identicon

Ég var akkúrat að koma af spítala það sem ég var að heimsækja fárveikan ættingja, átti erfitt með að brosa. Það eina sem fær mig til að brosa við slíka aðstæður er kolsvartur húmor. Ég brosti smá eftir að hafa lesið þetta. Ég tók ekki eftir neinu myndbandi fyrr en ég rakst á þessa aula athugasemd hjá honum Alex. Kommon, get a life og reyndu að röfla yfir einhverju sem skiptir máli. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband