22.7.2008 | 21:42
MixMaxTV fer á flug. Áhorf yfir 4.000 á dag!
Sæl verið þið öll.
Langt síðan að ég bloggaði síðast en nú er ástæða til. Ég hef lengi lengi verið að byggja upp vídeóþjónustu sem myndi gera sig og vera öðruvísi. Ég áttaði mig snemma á því að til að hún gæti vaxið þyrfti efnið að vera aðgengilegt á sem flesta vegu og í dag eru vídeórásirnar sjáanlegar á vefsíðum, bloggsíðum, sérgerðum spilurum, rss rásum og mínum eigin spilara sem hægt er að hlaða niður af www.mixmax.tv. Þetta er einasta vídeóþjónustan, rekin af íslendingi sem markvisst vinnur að markaðssetningu út fyrir landsteinana og er því á ensku. Ferðalagarás og íslandsrás tryggja uppbyggingu markhóps sem ferðamannaiðnaðurinn hér á landi getur svo nýtt ser.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.