Fæðing fimmaura brandara “Akureyringar til sölu hjá Skalla”

Ég hef þann sið, eða ósið eftir því hvernig á það er litið, að ósjálfrátt að leita eftir broslegum flötum á öllu mögulegu og fyrir vikið dettur stundum út úr mér eitthvað sem á að flokkast undir fyndni. Ekki víst að allir deili þeirri skoðun með mér eða kalli þetta fimmaurabrandara. Sjálfum finnst mér slíkir brandarar ágætir, þeir eru eins og krydd í tilveruna sem gera lífið örlítið skemmtilegra.

Hvað um það. Í gær ákvað ég að fá mér hamborgara hjá Skalla uppi í Árbæ og þeir eru svo framsýnir og sniðugir að bjóða upp á hamborgara sem við Akureyringar þekkjum vel til, hamborgara með frönskurnar á milli. Þennan hamborgara Kalla þeir hjá Skalla, því eðlilega “Akureyringinn”

Eitthvað voru húmorsellurnar frjósamar því þegar ég stend þarna og lít á matseðilinn, dettur bara svona skyndilega út úr mér og ég segi með alvarlegum tóni: “Ég frétti að þið stundið mansal hér” Augabrýrnar á afgreiðslumanninum lyftust upp, “Ha!”

“Já” -hélt ég áfram “Ég ætla fá einn Akureyring hjá ykkur”…

Og þá er það spurningin, var þetta fyndið eða ekki fyndið og hvernig líkar ykkur við svokallaða fimmaurabrandara?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var ágætlega fyndið.. En ef ég hefði verið starfsmaðurinn þá hefði ég ábyggilega ekki hlegið af þessum fimmaurabrandara eins og þú kallar þetta. 

Skonsan (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 12:11

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki líkt því jafnfyndið og ljóðaheftið "Þegar keisarinn fór í bað", sem þú gafst út fyrir vel á þriðja áratug síðan. Ágætt samt.

Akureyringur er yndislegt fæði, þ.e.a.s. hamborgarinn. Fólkið er misgott...

Ingvar Valgeirsson, 8.6.2007 kl. 15:37

3 identicon

Pétur minn!! Gafst þú út ljóðabók??

Skonsan (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 15:43

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hann getur ekki neitað því - ég held ég eigi eintak einhversstaðar. Minnir að Pétur og Doddi frændi hafa framið bókina saman og selt hana í góðgerðarskyni, þ.e.a.s. til styrktar einhverju hjá KFUM og K. Þetta var að mig minnir 1985.

Ingvar Valgeirsson, 11.6.2007 kl. 15:53

5 identicon

Snilld.. Endilega postaðu einhverju úr henni hér.

Skonsan (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 11:02

6 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Hæ hæ.  Hef verið svolítið lítið online síðustu daga.

Úff, já Þegar keisarinn fór í bað er jú meistarastykki í sjálfu sér.  Maður var jú nánast pelabarn í þá daga.  Það var gaman að gera þetta, þótt þetta værióttalegt bull... en lifir samt í minningu margra, þannig að eitthvað skildi þetta nú eftir sig.  Jú bókin er niðri í skúffu eða kassa ásamt mörgum öðrum ljóðum frá menntaskóla og háskólaárum mínum...

Á ég að birta eitthvað af þessu hér?.... hmm  já já því ekki það.  Nú hef ég ekki lengur afsökun fyrir að draga þetta.  Reyndar hef ég verið að gæla við þá hugmynd í nokkur ár að sameina margmiðlun og ljóðagerð í einhvern pakka.

OK, díll, ég skal koma með eitthvað í næstu viku og setja hér á bloggið

Brosveitan - Pétur Reynisson, 12.6.2007 kl. 15:45

7 identicon

Góður Ingvar....

Algjör óþarfi að draga þessa ljóðabók fram í dagsljósið.  Annars man ég ekki betur en að þú hafir einmitt átt nokkur ljóð í henni, m.a. ljóðið um eintöluorðið buxa

Þorsteinn (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband