Annað "Víetnam" í uppsiglingu?

Færri hermenn og fleiri öfgahópar sem rísa upp í Írak... vill einhver giska á hvernig þetta mun þróast?

Ég ætla reyna að spá fyrir um þróun mála í Írak næstu 2 árin.  Hermönnum verður ekki fjölgað á næstunni í Írak.  Allir vita að kosningar eru í nánd í Bandaríkjunum og stríðið óvinsælt.  Þótt skyndiárásum og öðrum skæruhernaði muni fjölga fram að kosningum eða í versta falli ekki minnka, þá mun það ekki breyta því að það verður ekki fjölgað í liði Bandaríska hersinns eða frá öðrum þjóðum.

Öfgahópum vex ásmeginn við þá vitneskju að verið sé að minnka í herstyrknum í Írak og árásum mun fjölga.  Ef Demókratar vinna kosningarnar í Bandaríkjunum, verður þeim stór vandi á höndum.  Á að draga herliðið tilbaka og láta nýjum Íröskum her eftir að leysa vandann, eða senda aftur fleiri hermenn tilbaka?

Írak er miðpunkturinn í dag þar sem hryðjuverkahópar eru að heyja heilagt stríð gegn vestrænni menningu.  Gegn því geta menn ekki rökrætt eða samið, breytir engu með Íröskum her, hann er bara handbendi hins mikla Satans sem Bandaríkin og aðrar þjóðir eru.  Trúabragðastríð getur auðveldlega farið af stað innan 2 ára í Írak.  Þetta eru kjöraðstæður fyrir borgarastyrjöld af versta tagi ef ekki verður haldið rétt á spöðunum af mörgum þjóðum í þessu máli.  Það eina sem getur bjargað þessu er að múslíma þjóðir standi með okkur í uppbyggingunni og sameiginlegri fordæmingu á hryðjuverkum.  Sjáum til hvað kemur út úr fjölþjóðaviðræðum um fframtíð og uppbyggingu þessa svæðis.


mbl.is Hópur öfgamanna í Írak birtir myndband er sýnir aftöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband