2.3.2007 | 11:39
Þetta er alvöru vandamál. Veit það af eigin reynslu.
Þótt það hafi verið fyrir mörgum árum og aldrei orðið hættuleg fíkn, þá get ég vel sett mig í spor þeirra sem gleyma sér í netheiminum og spennandi tölvuleikjum, hvort sem þeir eru spilaðir á netinu eða ekki. Tilhlökkunin við að hverfa inn í annan heim er raunveruleg og það er stutt í það að maður geti vanrækt fólk í kringum sig.
Ég spái því að eftir nokkur ár munu koma fram kröfur um að það verði settir kvótar inn í leikina og kerfi sem skynja hversu mikið þú hefur spilað og muni neita aðgang að meiri spilun nema eftir ákveðna hvíld (nokkrir klukkutímar)
Skilja vegna netfíknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Þú átt við einsog er núna í Kína ?, þar sem fólk má bara spila 4klst í einu í tölvuleikjum og verða þá að "hvílast" í einhverja tíma.
Nei takk segi ég, Ég vil ekki hafa hömlur á mínum leiktíma útaf einhverjum aðilum sem þurfa hjálp við að hætta í tölvuleik.
Eigum við ekki bara að setja á stofn netlöggu líka, sem ritskoðar netið og allt sem er okkur óhollt er bara lokað á, ver okkur gegn hættum sem leynast á netinu.
Ef eitthvað vantar meira frjálsræði, Taka öryggisólina af og láta Þróunarkenningu Darwins ráða. Hinir Hæfustu lifa af, ef einhverjir eru að detta niður dauðir eða eyðileggja sitt eigið líf útaf tölvuleikjanotkun þá endilega mega þeir gera það mín vegna, Hreinsa genamengið af heimsku.
Jóhannes (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 12:16
Púkinn vísar nú bara í það sem hann sagði hér.
Púkinn, 2.3.2007 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.