2.3.2007 | 10:42
Hvar er gott að búa? Er ekki Ísland bara fínn staður?
Öfgar í veðurfarinu eru að aukast víða um heim og ég verð að segja fyrir mitt leyti, að eftir að hafa búið 13 ár erlendis í 4 mismunandi löndum og kynnst menningu, sögu, matarvenjum og veðurfari, þá hugsa ég oftar nú orðið til þess hversu vel staðsett við erum hér og laus við verstu náttúrhamfarirnar sem fólk getur upplifað víða um heim.
Það sem er hættulegt fyrir okkur eru snjóflóðin sem koma inn á milli og einstaka fárviðri en aldrei hvirfilbyljir. Ekki þurfum við að kljást við ógnarflóð sem rífa með sér heilu þorpin eða Flóðbylgjur af ógnarstærð. Enginn monsúm eða ógnar þurrkar. "það er hvorki kalt né heitt, - það er eiginlega ekki neitt" Mér finnst þetta "ekki neitt" bara nokkuð gott þegar allt er skoðað í samhengi.
Við búum á landi þar sem lífskjör eru með þeim bestu í heimi, eigum hreina orku, hreint vatn og heimsfrumsýningar í bíóunum okkar
Ég nánast segi eins og Gunnar á Hlíðarenda úr einu skaupinu "fögur er hlíðin, ég fer ekki rass..."
Sextán látnir vegna hvirfilbylja í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.