27.2.2007 | 10:53
Þýsk "The day after tomorrow" fjallar ekki um Íslenska timburmenn...
Hasar uppi á Steingrímsfjarðarheiði og fimbulkuldi næsta haust. Það sést að það er sótt í smiðju annarar myndar sem framkallaði "Insta ice age"
Hér er enginn tími til að kynna aðalpersónurnar, láta lofsteinin skella á jörðinni og bíða svo með framvinduna í mörg ár, áður en eiginleg ísöld myndi verða til. Hún kemur sem farþegi með loftsteininum greinilega.
"Skyndi ísaldir" er bara fyrirbrigði í Hollívúddmyndum og á ekkert skylt með veruleikanum en framleiðendur þessarar "heimildarmyndar" hafa valið léttu lausnina.
En nóg um gagnrýnina. Þetta verður hin besta skemmtun án efa með fræðsluívafi og enn betra ef maður yrði statisti í myndinni. Ég yrði ánægður að leika freðinn mann inni í skafl sem sefur íssvefninum langa. Ég gæti alltaf bent sonum mínum á með stollti að pabbinn hafi nú leikið í stórmynd... þýskri, eh,- heimildarmynd það er að segja.... whatever, pabbi stóð sig vel
Þýsk heimildarmynd tekin upp á Steingrímsfjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.