Faðir minn er læknir sem stundum kom heim með læknatæki sem ekki var þörf fyrir lengur og ég fékk að leika mér með græjurnar. Eitt skipti kom hann heim með töng til að draga út tennur með. reyndar veit ég ekki hvar hann fékk hana þar sem hans sérgrein lá á öðru sviði. Hvað um það.
Hann sýndi mér hvernig átti að nota gripinn og það vildi nú svo vel til að ég var með lausa tönn um þetta leyti. Mig grunar að pabbi hafi fengið töngina frá kollega til að redda vandamálum sonarinns. Nú, - Pabbi dró út tönnina og ég var svo hrifinn að ég bað um að fá að hafa töngina áfram. Ekkert mál...
Skyndilega voru nú margar lausar tennur í munni mínum og ég réðist á nokkrar þeirra með látum en sem betur fer var ég stoppaður af áður en slys varð af. Svo var málið útskýrt betur fyrir mér og tönginn breyttist síðan í besta vopn Action kallsinns míns... en það er önnur saga
![]() |
Tannlækningar í heimahúsi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.