Sprengjan líkist þessarri hér en án kjarnorku sprengiefnis

Þessar sprengjur sem verið er að hanna, byggja á þeirri hugsun að stýra gríðarlegum höggbylgjum og þrýstibylgjum gegnum jarðlögin til að eyðileggja þau mannvirki sem kynnu að liggja þar undir.  Það var meira segja lögð gríðarleg vinna og rannsóknir í að þróa "litlar kjarnorkusprengjur" sem færu djúpt í jörð áður en þær spryngju.  Vegna gríðarlegra mótmæla bæði frá almenningi og mörgum vísindamönnum var fallið frá að feta þá slóð.  Opinberlega alla vega.

Teikningin hér er frá einni slíkri.  Sprengjan sem fréttin greinir frá er líklega byggð upp á svipaðan hátt en með einhverjum breytingum og hefbundnara sprengiefni notað í staðinn.  Sprengjann ætti því að öllum líkindum að vera nokkuð stærri en þessi á teikningunni.

Takmarkið með slíkjum sprengjum er að get náð til stjórnstöðva og vopnabúra sem eru grafin langt niður í jörð.


mbl.is Pentagon hættir við að sprengja risasprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband