23.2.2007 | 10:09
Bara við meigum... ekki þið
Það er stefna Bandaríkjanna að besta leiðin til að halda jafnvægi sé að þeir ráði öllu og aðeins þeir meigi gera tilraunir á öllum sviðum eins og þeim hentar. "Ég pant vera með stærstu byssuna, þú færð trésverð, ok?"
En yfir í annað. Það hefur alltaf verið mistök stórra hervelda að þegar þau þenjast út, þá gera þau það of hratt og geta ekki treyst stöðugleikan í útjaðrinum. Of er farið út í stríð á fleiri en einum stað og þetta dregur svo hægt máttin úr getu herveldisinns að sigra með yfirburða styrk. Bandaríkin eru út um allt og einingarnar eru að minnka sem þeir nota á hverjum stað. Þetta er voða lógískt. Ef þú ætlar að byggja upp heimsveldi, þá þarftu að gera það á mörg hundruð árum. Þar að auki þarftu að segja upp áskriftinni á lýðræðis pakkanum og gera ýmislegt sem er ekki svo vinsælt hjá okkur öllum hinum.
Hei! við getum jú alltaf hætt að borða Coco Puffs?
Cheney gagnrýnir hernaðarstefnu Kínverja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.