Hvað er erfitt, spyr ég?

Alltaf þarf að flækja málið.  Þetta er allt voðalega einfalt.

Það er ekki hægt að banna fólkinu að koma til landsinns en hins vegar er það hlutverk lögreglu að fylgjast með að lög verði ekki brotin.  Ef lögreglunni berst ábending um möguleg lögbrot, er það þeirra að fylgjast með að svo verði ekki.

Dæmi:  Ef ég vissi af því að sala á eiturlyfjum myndi eiga sér stað á tilteknum tíma og stað og læti lögregluna vita, - hvað yrði gert?  Lögreglan myndi mæta á staðinn til að grípa fólkið glóðvolgt og gera allt efni upptækt.  Lögin eru skýr um framleiðslu og dreifingu á klámi og lögreglan hefur fengið allar þær ábendingar sem hún þarf varðandi mögulegt lögbrot í uppsiglingu.

Fylgist með fólkinu á ráðstefnunni og skerist í leikinn ef menn ætla sér að brjóta lögin.  Enn betra væri að lögreglan sendi áminningu til "ráðstefnu haldara" um afleiðingar þess að brjóta lögin og væri svo með fólk til að fylgjast með þessu.

Ef ásetningurinn er svo mikill að þrátt fyrir þetta myndu menn reyna að búa til dónamyndir, þá er bara að handtaka liðið.  Einfalt mál og gerum þetta ekki flóknara.  Ef einhver lögreglumaður les þetta blogg, þá máttu alveg setja gulan postit miða á tölvu yfirboðara þinna um einfaldleikann í þessu máli.

 


mbl.is Erfitt að grípa til aðgerða gegn hópi fólks úr klámiðnaðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband