14.2.2007 | 11:57
3 vinsælustu greinarnar eru um Önnu Nicole. Erum við svona grunnhyggin?
Ég skal viðurkenna að ég hef bloggað um nokkrar fréttir af Önnu og sirkusinum kringum hana og andlát hennar. Þetta ætlar engan enda að taka. á sama tíma eru fréttir, alvöru fréttir eins og við mundum kalla það, langt að baki og virðist ekki vekja áhuga okkar. Hverju veldur?
Elskum við drama og slúður af fræga fólkinu meira en fréttir af fólki sem er sprengt í tætlur eða misþyrmt? Tölfræðin sýnir að við höfum meiri áhuga á að vita öll smáatriðin í lífi og dauða persónu sem er aðallega fræg fyrir ekki neitt, eða vera fyrrverandi Playboy kanína sem giftist ríkum gömlum kalli. Forgangsröðun okkar í fréttaleit er mjög athyglisverð svo ekki sé meira sagt.
Athugasemdir
Hvað eru alvörufréttir?
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.2.2007 kl. 12:03
Þetta er reyndar góð spurning. Þegar maður bítur hund en ekki öfugt?
Brosveitan - Pétur Reynisson, 14.2.2007 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.