8.2.2007 | 09:50
María, þú ert velkomin!
Það er ánægjulegt að lesa grein eins og þessa. Eftir langa þrautargöngu er hún loksinns komin með dvalarleyfi og getur byrjað að byggja upp framtíð á ný, framtíð án ofbeldis af hálfu íslensks manns sem greinilega leit á hana sem einhvern varning sem væri hægt að nota og fleygja svo burt.
Þetta virðist því miður of oft vera sjónarmið sem ræður ríkjum hér á landi. Að meðan við höfum gagn að útlendingum er það ok, en ef ekki, þá á bara að henda þeim úr landi. Margir af þessum útlendingum sem eru hér á landi vinna að baki brotnu og margir atvinnurekendur bera þeim betri vitnisburð en íslendingum. Þeir eru ekki bara að hjálpa "sínu fólki" í sínu landi með því að senda hluta af laununum þangað, heldur eru þeir einnig að búa til verðmæti fyrir Íslendinga á svo mörgum sviðum.
Við eigum að vera góð við útlendingana og um leið skapa skilyrði sem gera það léttara fyrir þau að aðlagast okkar menningu og læra málið okkar, nokkuð sem einnig sjálfsögð kurteisi og öldungis rökrétt þegar þú býrð í ókunnu landi sem veitir þér tilverurétt og öryggi
Nú get ég loksins lagt fortíðina að baki og hafið nýtt líf" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.