7.2.2007 | 11:25
Blöð 10% - Internet 202%... Hmmm hver er í sókn spyr ég nú bara?
Ég er einn af þeim sem bendi alltaf á hvað netið er í gríðarlegri sókn og svo koma svona aumingjalegar tölur um 10% vöxt blaða meðan internet notkun á árunum 2000-2007 á heimsvísu hefur aukist um tæp 203% !!
Auðvitað vex blaðanotkun eitthvað, okkur fjölgar jú öllum og því ekkert óeðlilegt við það. Stóra fréttin er jú þessi að vöxtur internet notkunar er gríðarlegur. Ekki fyrir löngu var frétt um að netið sé vinsælli miðill varðandi nálgun upplýsinga, frétta og afþreyingar en prentmiðillinn. Íslenskir auglýsendur hafa lengi verið tregir við að nota netið til að auglýsa á, þrátt fyrir að tölurnar tali sínu máli.
Sjá tölfræði hér: http://www.internetworldstats.com/stats.htm
Upplag dagblaða í heiminum hefur farið vaxandi síðustu ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.