5.2.2007 | 08:33
Fuglaflensa góð fyrir bisnissinn?
...Kalkúnabúið mun fá bætur vegna tekjutapsinns samkvæmt enskum lögum...
Kafli eitt:
Það rigndi.
Charles Lipton gékk dapur í bragði inn á kránna til að fá sér eina ölkrús og gleyma áhyggjum sínum um stund. Reksturinn gékk arfa illa og hann sá fram á að öll plön um að kaupa 3 mánaða kafaranámskeið handa konunni sinni á Bermuda myndi ekki ganga eftir. Enginn vildi kaupa kjöt af honum þar sem kjötið hans var vant að segja "gagg gagg" í lifenda lífi.
Fuglakjöt var ekki það sem fólk vildi hafa á sínum diskum um þessar mundir og Pizza staðir gerðu það gott í staðinn. Fuglaflensan! Orðið skapaði ókyrrð og reiði inni í Charles. Fuglaflensan! Þetta ótæti var að skemma allt fyrir honum. Ein hæna mátti ekki hnerra og allt vað vitlaust og nú var hann að sigla hraðbyri að ótímabæru gjaldþroti. Hvað var til ráðs, hvað átti hann að gera?
Charles rankaði við sér þegar einhver skuggalegur náungi settist við hliðina á honum og hvíslaði að honum orðum sem voru í senn ísmeygileg og köld en sem á skyndilegan hátt veittu von inn í líf hans á ný:
"Pssst. Viltu fá pening fyrir hvern einasta fugl sem þú átt á búinu? Maðurinn leit slóttuglega kringum sig og dró svo upp lítið tilraunaglas með grænum vökva í. Gefðu hænunum þínum þetta og hafðu samband við dýralækninn í fyrramálið og þú munt sjá að allt í einu getur þú "selt" allar hænur þínar á einu bretti...
Charles leit á glasið og skildi að honum var borgið. Hann brosti og pantaði öl handa þeim báðum.
Loksinns gat hann sent málglöðu konuna sína í langt frí...
-----------------------------------------------------------
Þetta er allt eitt stórt samsæri...
Líklegast að veiran hafi borist í kalkúnabúið með villtum fuglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.