Hvernig verður þetta eftir nokkur ár?

isabelsmallEr einhver hér sem hefur yfirlit yfir aukninguna á flóðum, fellybyjum og öðrum náttúruhamförum?  Ég nefni þetta í sambandi við hnattræna upphitun og velti því fyrir mér hvar sé best að búa eftir nokkur ár (5-10).  Ætli Ísland sé ekki bara nokkuð góður staður til að búa á?

Ég verð að segja að ég er ekkert hrifinn af því að fá einhvern ættingja Isabellu í heimsókn eða frænku Katarínu.

Merkilegir tímar sem við lifum á að mörgu leyti.  Jæja ég ætla ekki fara í dýpri heimspekilegar pælingar núna heldur halda áfram að undirbúa sunnudagssteikina...

 


mbl.is Níu látnir og um 200 þúsund heimilislausir í flóðum í Jakarta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo lengi sem þú heldur þig frá þeirri freistingu að byggja við sjávarmál (svo sem á þeim útskerja/flæðiskerjalóðum sem borgirnir Reykjavík og Kópavogur hyggjast senn bjóða grunlausum til kaups), ætti þér að geta liðið allsæmilega á Íslandi, í breyttu loftslagi framtíðarinnar.

Gapripill (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 11:51

2 identicon

Sbr. orð jarðeðlisfræðiprófessorsins í hádegisfréttum RÚV:

Byggð á landfyllingu sögð óráð

Fjöru-lalli (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband