2.2.2007 | 10:09
Það er gott að búa á Íslandi - Verum þakklát
Ég hef búið 13 ár erlendis í 5 mismunandi löndum og verið um nokkurra mánaða skeið í nokkrum til viðbótar og get alveg sagt ykkur það að það er blessun að fá að eiga heima hér á íslandi.
Fólk sem er að kvarta og kveina yfir kjörum sínum ætti að líta í kringum sig og sjá hvað við eigum það gott. Auðvitað eru það alltaf einhverjir sem hafa það ekki eins gott og við þurfum að halda áfram að gera betur en þegar við kvörtum, þurfum við alltaf að hafa það í huga að hundruði miljónir, ef ekki miljarðar manna hafa það verr.
Verum þakklát fyrir hvað við höfum og gerum enn betur
10% landsmanna undir lágtekjumörkum árin 2003-2004 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ert þú í þessum 10% hóp? Einn af þessum 30.000?
Ert þú einn af þeim sem greiðir hæsta matarverð í heimi? Hæstu tryggingar? Hæsta orkuverð? Hæsta símkostnað? Hæstu vexti?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.2.2007 kl. 10:27
Hefur þú búið í Albaníu eða á ruslahaugum Filipí eyja? Mesti hluti jarðar hefur enga síma, enga tryggingar enga upphitun, eitrað vatn, lifir við stríð eða ofsóknir. Ég gæti haldið áfram og áfram og áfram Jón. Svarið er að ég er mjög nálægt þessum 10% og ég er mjög þakklátur og hamingjusamur samt sem áður.
Ef þú last bloggið, þá sagði ég að við eigum að gera betur en vertu einnig þakklátur fyrir það sem þú þó hefur. Þetta er alltaf spurning um samanburð. og þú hefur það svo miklu betur en flest allir aðrir á þessari jarðkúlu Búðu nokkur ár erlendis og tölum aftur saman
Brosveitan - Pétur Reynisson, 2.2.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.