31.1.2007 | 15:18
Viltu vefsjónvarpið á þína vefsíðu?
Góðan daginn MoggBloggarar.
Þið sem hafið verið að kíkja inn á bloggsíðuna mína eða www.gattin.is hafið séð að ég hef verið með tilraunaútsendingar í gangi. Þetta er alvöru framtak og mikil vinna að baki og í gangi við að byggja upp áhugaverða dagskrá. Eitt af því sem við viljum gera er að gera vefsíðueigendum kleift að bjóða upp á afþreyingu á sinni vefsíðu og þar með auka heimsóknir inn á síðuna.
Ef að þið hafið áhuga á því að hafa vefsjónvarpið í gangi inni á ykkar síðum, þá ekki hikið við að hafa samband við mig og ég skal athuga hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að setja þetta upp á ykkar síðu. Þetta mun ekki kosta ykkur krónu og því um ávinning fyrir báða aðila að ræða.
Einnig ef þið hafið efni sem er fjölskylduvænlegt eða jákvætt, þá höfum við einnig áhuga á að heyra frá ykkur.
Hlakka til að heyra frá ykkur Búum til betra net!
Athugasemdir
þetta er gott framtak..
Ólafur fannberg, 1.2.2007 kl. 08:33
og hef áhuga...
Ólafur fannberg, 1.2.2007 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.