31.1.2007 | 11:52
Íslam á Íslandi - hófsemi eða ofsi - hver veit?
Þetta er einn af alvarlegri pistlunum mínum. Ég er ekki bara bullukollur heldur hef ég meiningar á hlutum.
Áður en ég held lengra í þessum pistli vil ég segja ykkur frá því að ég hef verið meðal múslíma í Kosovo, Makedoníu og Albaníu og einnig meðal Serba í Serbíu í góðan tíma. Ég hef bæði átt samskipti við múslíma sem skiptu um trú og eru í dag kristnir og aðra sem voru frjálslyndir múslímar og búið inni á heimilum þeirra.
Ég ætla ekki fara út í krufningar á mismuninum á milli kristinnar trúar og íslam, tala um kirkjusögu og það ljóta sem hefur verið gert í nafni kristninnar, heldur vil ég benda á þann veruleika sem blasir við í dag.
Við viljum að það ríki trúfrelsi á Íslandi og að allir séu jafnir. Gott og vel. Göfugt markmið hvort sem við séum sammála því eða ekki. Í dag er það staðreynd hvort sem Íslendingar vilji viðurkenna það eða ekki, að íslömsk ofsatrú er í örum vexti, ekki hófsöm. Hverjum það sé að kenna er annað mál en í augum þessarra ofsatrúahópa erum við börn satans og réttdræp hvar sem er.
Það er einnig löngu vitað og birtist vel í þessari frétt að þetta fólk er búið að koma sér fyrir í ótal löndum í hinum vestræna heimi og ekki vegna þess að það vilji fara í bíó með THX gæðum. Þetta fólk telur sig vera heilaga hermenn sem eru reiðubúnir að deyja fyrir málstaðinn.
Heim til Íslands núna. Svona nokkuð mun aldrei gerast hjá okkur. Ekki satt? Við eigum að leyfa múslímum að reisa sínar moskur í nafni trúfrelsis og umburðarlyndis, ekki satt?
Mér þykir vænt um múslíma og get vel greint munin á ofsatrúnni og hinum hófsömu en vil benda á hættuna sem er raunverulegri en við viljum viðurkenna. Eftir því sem íslamstrúnni vex ásmeginn og breiðist út eykst einnig hættan á því að hingað komi þeir sem eru hallir undir öfgana, því miður.
Í öllum kærleika verðum við samt að vera á varðbergi gagnvart þessum öflum. Það þarf bara einn "ofsatrúar" trúboða sem kemur hingað og þá hefst ferlið. "Hvað þá með kristna heilaþvotta hópa"? kann einhver að spyrja. Svarið er einfalt. Það er enginn af þeim að hvetja til manndrápa og það er stór munur á því.
Þetta er veruleikinn í dag, því miður. Uppbyggilegt innlegg í þessar umræður óskast án skotgrafar hugsunarháttar eða sandkassaháttar
Ætluðu að ræna fólki og hálshöggva | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.