30.1.2007 | 14:42
Þeir eiga gas og svo eru þeir að sjúga fitu úr Bandaríkjamönnum...
Það eru víst risastórar gaslindir sem bíða þess að verða tæmdar. Betri tækni í olíuborun leyfir þeim einnig að nýta núverandi lindir betur en auðvitað er þetta rétt.
Það var því athyglisverð frétt um daginn, sem greindi frá Norðmönnum sem umbreyttu fitu sem féll til úr fitusogi og breyttu því í eldsneytisgjafa. Er ekki bara lausnin að borða meira og óhollari mat og skella sér í fitusog? Nú er ég reyndar farinn að blogga um annað en fréttin var um.
Það sama gildir um Norðmenn og aðrar þjóðir. Við verðum að sjá fyrirfram hvert stefnir í þjóðfélagsþróuninni og bregðast við áður en það verður að vandamáli. Þetta á við um alla hluti.
Norðmenn verða að huga að olíulausri framtíð að mati OECD | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.