Hugrenningar um fuglaflensuna

Það var frétt um fuglaflensuna ekki fyrir löngu.  Þetta sinnið greindist hún í annað skiptið í Ungverjalandi.  Ungverjaland er mitt annað heimaland.  Konan mín er þaðan og ég bjó sjálfur þar í 4 ár.  Við hjónin erum að ræða um það að flytjast til baka á næstu árum og þá leita hugsanir á mann kringum allt það mál þegar slíkar fregnir berast.

Á maður að láta slíkt stjórna lífi manns?  Værum við óábyrg að flytjast þangað með börnin okkar vitandi að einhver gæti kannski smitast sem er að vinna með fugla en mögulega myndum við aldrei smitast?  Hvað ef veiran stökkbreytist?  Kannski hún stökkbreytist ekkert.  Þegar stórt er spurt er erfitt að svara.

En yfir í skemmtilegu hliðina, - þá var þessi mynd tekin í Disney garðinum í París.  Vonadi er flensan ekki komin þangað.

sickdonald


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Innlitskvitt

Birna M, 28.1.2007 kl. 13:12

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Dó Andrés þennan dag? Eða var hann nýkominn úr mat þar sem öl var á borðum... 

Annars er þetta athyglisverð pæling hjá þér með flutninginn. Er þetta ekki spurning um það hversu mikið maður lætur stjórnast? Hvort heldur það eru hryðjuverkaárásir eða fuglaflensa... 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 28.1.2007 kl. 14:11

3 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

he he.  Andrés fullur?  Flott fyrirmynd ásamt Tuma tígur sem lemur lítil börn ef ég man rétt.

Það er aldrei gott að láta ótta ráða ákvörðunum en svona hlutir kalla á auka pælingar það er sko víst.

Við finnum nú út úr þessu, það er ég viss um.

Brosveitan - Pétur Reynisson, 28.1.2007 kl. 14:25

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nú ef þú vilt síður flytja, getur þú alltaf notað fuglaflensuna sem afsökun ;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband