23.1.2007 | 17:23
Ég og tölvan erum vinir
Við vorum vinir í dag, fartölvan og ég. Eftir fortölur samninga og notkun nýss vírusvarnarforrits, fórum við aftur að tala saman. Okei forritið gerði útslagið
Þá var drifið í að gera fleiri tilraunir á lappanum og ég get sagt að það er hægt að streyma frá fartölvu og hún þarf ekkert að vera eitthvað súper dúper gíga sterk. Ég ætla setja eitthvað út á netið í kvöld svo þið getið séð tilraunasendingar í gangi á bloggsíðunni minni. eitthvað fyndin myndbönd dæmi eflaust.
Þannig að það lítur út fyrir að vefsjónvarpið mitt verði að veruleika og svo er bara að koma með gott efni úr ýmsum áttum. Það er mesta vinnan. Ég er að tala við ýmsa aðila um efni og þið munuð fá að vita það strax og það er klárt. einnig getið þið séð vefsjónvarpið inni á www.gattin.is og smellta á Gáttin TV hlekkin.
Setti inn á bloggsíðuna mína drög að sjónvarpsmenu sem myndi gefa upplýsingar um dagskrá og annað.
Allt að gerast. Fylgist með!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.