23.1.2007 | 08:47
Dýrara að taka strætó en ferðast í rútu
Það er svolítið sérstakt að vera í Reykjavík þessa daganna.
Ég er í viku vinnuferð og konan heima með bílinn. Ég var búinn að ákveða með sjálfum mér að nota strætóinn og húkka far þegar ég gæti. Mér fannst 250 krónur dýrt og þegar ég uppgötvaði að fargjaldið var komið upp í 280 krónur fór ég að hugsa út í ýmislegt og byrjaði að reikna út nokkra hluti.
Það eru ca 8 km í vinnuna þaðan sem ég gisti og ekki labba ég það, svo ég tek strætó og borga litlar 280 krónur fyrir þessa vegalengd. Þetta eru 35 krónur fyrir hvern ekinn km.
Ef að ég hugsaði mér að taka þennan sama strætó til Akureyrar (389 km) þá myndi það kosta mig 13.615 krónur !!
Sumir ferðast lengra í strætó, en aðrir styttra. Miði upp í mosfellsbæ á 280 krónur er viðunandi en í heildina er þetta út úr kú
Þetta er algjörlega kolröng stefna og ég reyndar er að velta því fyrir mér að hætta að taka strætó og leita annara leiða. Díla við einhverja um að sækja mig og svo framvegis, spara pening, spara tíma sem fer í að bíða í huldanum á 2 stoppustöðum. Þegar svo er komið er eitthvað alvarlega að og hrekur fólk frá því að nota strætó. Horfið til Akureyrar eins og ég hef sagt áður. Þið fáið þennan pening margfallt til baka á annan hátt.
Ég hvet Reykvíkinga til að fara í setuverkfall, hætta að nota strætó og senda skýr skilaboð um að þið sættið ykkur ekki við svona yfirgang og endalausa rányrkju (það er verið að ræna ykkur). Hringið í ráðuneytið, farið í mótmælagöngur, slettið skyri... það verður að vera gult á litinn í þetta skipti
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.