22.1.2007 | 12:37
"Málhóf" er betra ekki satt?
Ég hef alltaf verið á móti málþófi sem leið til þess að ná einhverjum árangri inni á alþingi og líki því við gamla "góða" verkfallsvopnið sem litlu sem engu skilaði oft á tíðum.
Það er sama hvort maður sé fylgjandi eða ekki fylgjandi stjórninni, maður á að gæta "málhófs" inni á alþingi og reyna að ná arangri eftir öðrum leiðum.
Til dæmis með því að hafa skýra stefnu og afstöðu í grundvallarmálum og reyna að vinna vel í öllum þeim nefndum sem eru í gangi á þingi. Einnig væri jú frábært ef menn bæru hag kjósenda fyrir brjósti en ekki hag flokkanna eða einstkra valdablokka.
Verður það einhverntíma veruleiki hjá okkur? Varla, en við ættum alltaf að stefna að því, annars deyja hugsjónirnar hægum dauðadaga. Ég vil trúa því að enn sé til fólk og muni alltaf verða til sem rís upp fyrir meðalmennskuna og getur starfað saman þrátt fyrir mismunadi pólitískan bakgrunn og haft hag þjóðarinnar að brjósti og fundið fyrir því innra með sér og haft trú á því.
... ég fór nánast á flug hér aftur, - var farinn að blaka öðrum handleggnum en kom niður á jörðina aftur. Engu að síður, ég meina hvert orð.
Umfjöllun um RÚV-frumvarp lauk skyndilega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Athugasemdir
gæti ekki verið meira sammála þér, reyndar kom SME með ágætan vinkil á þetta mál á bloggi sínu.
Birgitta Jónsdóttir, 22.1.2007 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.