19.1.2007 | 18:26
Ég og fartölvan mín
Minn að tala "blíðlega" við elskuna mína og biðja hana um að gera það sem ég vil.
Ég hef undanfarna daga verið að reyna að senda út efni frá fartölvunni minni á meðan ég er í borginni í vinnuferð og vinna að uppbyggingu Gáttarinnar.
Ég hef komist að því að hún er komin á breytingarskeiðið, orðin dyntótt, úrill og vill stundum ekkert við mig tala.
Ekki einu sinni á Bóndadeginum vill hún mig þýðast og finnst mér það nú fúlt. Úrtölur, bænir og hótanir um að labba út og finna sér nýja kærustu eins og nýju Widescreen elskuna frá Apple hjálpa víst ekki. Og allt bitnar þetta svo á vinum mínum á blogginu sem bíða eftir meira efni á vefsjónvarpinu. Það verður að segjast eins og er að líklega þarf ég að bíða með það þangað ég kemst aftur norður eftir viku. Þangað til mun ég blogga áfram eitthvað misviturt. Vonandi þó eitthvað sem framkallar pínu bros hjá ykkur. Þá er markmiðinu náð.
Það er svo mikið af pirringi og kvörtunum og meiningum á neikvæðum nótum um allt og alla og ég vill því vera sólskinsbarn í bloggheiminum. Hoppa og skoppa um í hinum græna haga MoggaBlogganns og dreifa brosum og tína viskublóm handa ykkur.
Mmm, ég sé það og finn ilminn. Mér líður vel. Já það er bros inni í mér og mér þykir óumræðilega vænt um ykkur öll.
(hljóð af vængjaslætti þegar ég flýg út um gluggan minn til móts við stjörnurnar)
Athugasemdir
So sætt
Birna M, 19.1.2007 kl. 21:06
Skil samt vel að smá gremja geti verið til staðar, ef tölvan vill ekki þýðast mann. Og það á sjálfum Bóndadeginum! Sjálfur keypti ég nýja fartölvu í desember og hefur klukkan í henni verið á bömmer síðan ... á ég að láta gera við hana (missa hana í einhverja daga) ... eða bara láta þetta flakka svona?
En samt frábært viðhorf hjá þér ! Ég heyrði Bo Halldórs syngja þessar síðustu línur þínar í huganum...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 22:08
Ætli tölvur geti haft fyrirtíðarspennu? Hvað haldið þið? Ég er búinn að sjá svo margt skrítið gerast kringum tölvur að það kæmi mér ekki á óvart
Brosveitan - Pétur Reynisson, 19.1.2007 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.