18.1.2007 | 09:51
Erum við ekkert að verða betri?
Ég verð að viðurkenna að eftir að ég eignaðist mín eigin börn þá hafa svona fréttir alltaf snert sterka strengi í hjarta mínu og áleitnar hugsanir sækja á mann. Hvað er það sem að fær fólk til að gera svona við börn? Hvaða hvatir liggja að baki? Ég er með mínar skoðanir á því og ætla ekki að segja frá þeim öllum í þessu bloggi en staldra við eitt sem hefur nokkuð með það að gera. Það er ekki hægt að skilgreina öll mein samfélagsinns né leysa þau í nokkrum setningum en mig langar til að segja eftirfarandi:Það er alveg sama hversu mikla eða litla peninga vi eigum. Það er alveg sama hversu fræg við erum, eða hversu marga vini við eigum eða hversu heilsu hraust við erum. Ef við erum fyllt kærleika, þá er þetta einskis nýtt. Nú kann einhver að fussa og sveia og tala um klístrulegar klisjur en þetta er einmitt málið. Ef kærleikurinn er ekki til staðar, þá metum við aðstæður með hörku og ósanngirni og það leiðir óhjákvæmilega alltaf til einhvers neikvæðs. Okkur er kennt að Róm sé höfuðborg Ítalíu og hvað sínus og kósínus sé, en er okkur kennt að kærleikurinn sé mikilvægastur af öllu í lífinu? Ég set spurningu við að það sé gríðarmikil framþróun í samfélaginu. Þótt tækninni fleygi framm, auðæfin aukist og velmegun þá er einnig tómið í hjörtum okkar að stækka. Allt heimsinns ál nær ekki að fylla það gat eða tilfinningin að Iceland er best og að þotuliðið fíli okkur í botn. Sjálfsvitund heillar þjóðar sem byggir á að við séum svo hipp og kúl, og að það sem máli skiptir sé rétta lúkkið og lingóið, er grunn þjóð. Ég hvet okkur öll til að hrista rykið af okkar andlegu borum og byrja að bora djúpt niður í hjörtu okkar sjálfra. Niður fyrir landgrynni sjálfhverfu okkar og djúpt niður í krefjandi berglög sem eru hörð og föst fyrir. Svo föst að þú getur byggt eitthvað á því sem varir. Lifið heil, djúpt og akið hægar á vegi lífsinns. |
Stúlka lokuð inni í herbergi í tvö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.