17.1.2007 | 16:38
Ég var margbúinn að segja ykkur þetta!!
Þetta er það sem ég er búinn að vera segja ykkur allann tímann. Það á að sauma fyrir munninn á þessu reykingafólki og gefa þeim næringu í æð!
Við viljum lifa aðeins lengur á þessari plánetu og ég samþykki ekki að þeir geti bara reykt okkur til dauða.
Í hvert skipti sem ég geng inn í herbergi með reykingafólki og finn hinn skelfilega mun sem þeir framkalla á loftslaginu kringum mig, fæ ég svita og fer að hugsa um myndir eins og "the day after tomorrow" og langar að fara gráta.
Reykingamenn, plís þið verjið að hætta, - skiljið þið ekki að þið eruð hættuleg? Hættulegri en Osama Bin Laden?
Heyrðu bíddu nú við, reykir hann ekki líka? AAGGGHH!!
Hawking: Loftslagsbreytingar hættulegri mannkyninu en hryðjuverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
spurninginn er svo þessi.
ég skal hætta að reykja þegar........
Fólk hættir að keyra bíla sem eru knúnir bensíni...
hættir að nota þvottaefni sem rennur út í sjó og spillir honum....
hættir að nota óendurnýjanlegan pappír..
Það væri hægt að halda áfram enn bara með þessum 3 atriðum þá get ég sýnt það að 90% af vesturlandabúum hvort sem þeir reykja eða ekki gera alla þessa hluti.
Áróður gagnvart reykingarfólki er farinn að nálgast hættulega mikið fórdóma. Stimpill sem maður fær á sig í þjóðfélaginu.
Er ég samt hlyntur því að reykingar skuli vera bannaðar t.d. á mínum vinnustað og virði ég það. Enn þegar fólk er að ráðast á mann í friðhelgi einkalífsins, þegar ég get ekki farið út í sjoppu án þess að einhver horfi á mig illu augu.
Maður er orðinn langþreyttur á þessu og manni langar ekki að lifa lengur í svona samfélagi.
Ragnar (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 16:52
Ég er fyllilega sammála þér. Heyr Heyr. Ég er alveg komin með nóg að vera alltaf stimpluð eitthvað verri en aðrir því ég reyki.
Skonsan (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.