Færsluflokkur: Spaugilegt

Ekki hól ef hann á við að Jóhanna líkist henni Skarlöttu í þessari mynd...

Hún er með einhverja sótt greyið. Jóhanna er miklu fallegri

Myndabrandari dagsins "pick me"

...

Engin smá sjóstöng, greinilega!!

Ein sjóstöng sem skilar heilum miljarð !!?? Mig langar að sjá þessa stöng... Kaupum bara 1000 svona stengur og efnahaginum er reddað. Annars tengist myndin ekkert efni fréttarinnar, nema það að hann hefur greinilega trú á sinni...

"En ég var bara í fyrsta gír og rétt kominn út af bílastæðinu"...

...Svo þurfti ég aðeins að hnerra og steig pínu á inngjöfina. Það næsta sem ég vissi var að ég var staddur á Hellisheiði"...

Norðmenn strax byrjaðir að gera grín að hetjunni sinni - hlustið á þetta

Þetta er reyndar tekið úr útvarpi en þið sem skiljið norsku ættuð að geta hlegið með. Býsna gott grín

Finnar drekka 4 flöskur um helgar en við bar eina... en... það segir ekki alla söguna

Þessi var hönnuð fyrir íslenska markaðinn.

Bunny Charm

...

Friðrik Þór gerir mynd um málið með Jóhannesi í aðalhlutverki

Tekst góða gæjanum að klekkja á vondu köllunum og ná peningunum tilbaka og bjarga landinu? Mun hann lifa af að hætta sér inn í lönd aflandsfélaga og skattaskjóla? Ég get ekki beðið eftir að sjá þessa ræmu. Plaggatið lítur furðu kunnulega út samt....

Ok OK! Ég skal þá redda þessu fyrir ykkur. Hérna!

Þið megið fá það lánað í smá stund svona bara til að redda því mikilvægasta. En eftir það vil ég fá það tilbaka. Ég er að fara í heimsreisu í næstu viku.

Jóhanna og Rybak í öðru lífi...

Hér skiptast þau á kveðjum og hamingjuóskum eftir Eurovision. Ég held að Rybak sé reglustikann

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband