Það sauð upp úr hjá henni en gerir ekkert til.

susan-boyle1-300x187.jpgÞótt söngsúpan hennar Boyle hafi aðeins soðið yfir í keppninni, þá er þetta samt fallegt ævintýri sem fyrir mér undirstrikar þá visku að aldrei að dæma manneskju af útliti eða fyrstu kynnum.


Heimspeki Forrest Gumps á einnig við hér "life is like a box of chocolates.  you never know what you are going to get" nema hér á það við um fólk.

Hún gast ekki upp og lét ekki neikvæðni eða fordóma fólks í kringum sig hafa áhrif á sig og héltsínu striki og þar minnir hún mig á ástkæra heyrnalausa froskinn minn sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.  Hann klifraði upp á fjallið óklífanlega, þrátt fyrir að allir segðu að hann gæti það ekki og ætti að hætta þessari vitleysu.  Afhverju tókst honum þetta?  Því hann heyrði ekki neikvæðnis raddirnar í kringum sig.

Ég vil vera í klappliðinu!  Þú veist, því liði sem hvetur fólk til dáða og uppörvar það.  Ég vil klappa fyrir þér sem átt erfitt.  Þú getur þetta!  hvað svo sem það er.  Hið óklífanlega fjall, veistu, - froskurinn gat það og þú getur það líka.  Engar aðstæður eru svo slæmar að ekki sé endir á þeim eða leið til að finna frið og hamingju á meðan að það versta gegnur yfir.  trúðu mér, ég veit vel hvað ég er að tala um.

Andaðu djúpt, líttu heiminn í augun og segðu.  "Þetta verður í lagi"


mbl.is Boyle fær hundruð milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband