Yndislegt og frábært framtak

hands.jpgÞað er ekki allt að fara til fjandans.  Það eru líka til einstaklingar sem leggja í útrás sem hefur það að leiðarljósi að bæta hag, heilsu og lífskjör mannfólksinns. 

Össur er eitt af þeim fyrirtækjum sem stendur fyrir útrás sem við getum verið stolt af.  Það er einnig til fjöldinn allur af samtökum, kirkjum, hreyfingum og söfnuðum sem í áratugi hafa unnið óeigingjarnt starf víða um heim við að hjálpa fólki.  Við viljum fá fréttir af þeim og öllum þeim smá sigrum og kraftaverkum sem gerist þar úti.  Hugur okkar og hjarta gleðst með þessum dreng og öðrum.

Mig langar einnig að minna okkur öll á að við getum einnig komið inn í líf einstaklinga hér á landi og hjálpað til á margann hátt.  Hvenær gafst þó einhverjum hól fyrir starfið á vinnustaðnum og hvenær fórstu síðast til barna þinna, knúsaðir þau og sagðir að þú elskir þau?

Verum ekki í þeim bransa að brjóta niður, heldur byggja upp.  Byggja upp með kærleiksríkum orðum og gjörðum sem kosta ekkert en ávaxta miklu í lífi þeirra sem komast í snertingu við okkur.


mbl.is Fótalaus en kom gangandi heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir mjög svo fallega grein! Ég vildi óska þess að ég gæti náð þessu viðhorfi sem þú geislar frá þér í öllum þeim pistlum sem ég hef lesið. Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, nema að það þarf fleiri manneskjur eins og þú virðist vera.

Kærleikskveðja,

Óskar

Óskar Arnórsson, 22.5.2009 kl. 07:57

2 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Ég vil þakka þér fyrir hlý orð. Ég kann að meta einlægni þína og það er nokkuð sem við þurfum meira af.  Og minna af yfirborðsmennsku.  Allir að leika einhverja rullu og halda feisinu.  Það gerir okkur hamingjusöm að gefa af okkur og lífssýnin verður allt önnur.  Þótt ástandið sé ekki gott, þurfum við ekki að láta hjörtu okkar fara í gjaldþrot.

Drottinn blessi þig Óskar

Brosveitan - Pétur Reynisson, 22.5.2009 kl. 08:23

3 Smámynd: Sóldís Björg Óskarsdóttir og Hafdís Ása Óskarsdóttir

stolt eða stollt?

Sóldís Björg Óskarsdóttir og Hafdís Ása Óskarsdóttir, 22.5.2009 kl. 18:42

4 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

He he...  sko ég er haldinn sjaldgæfum sjúkdómi.. lyklaborðsstami 

 Takk fyrir ábendinguna.  Leiðréttist strax.

Brosveitan - Pétur Reynisson, 22.5.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband