Okkar rúm getur stundum orðið eins og heil leikskóladeild... næstum því

Við hjónin eigum 3 börn, 8 ára, 5 ára og svo 7 mánuða.  Það kemur fyrir að sá í miðjunni komi inn á nóttunni þegar hann sefur illa.  Þá er sú litla 7 mánuða kannski að fá sér mjólkursopa, svo það þrengist í rúmi.  Rúmið er stórt, king size en þegar sá elsti kom inn líka í eitt skiptið á stormasamri nótt, þá var freeeekar þröngt.  Pabbinn varð svo að trítla fram í stofu til að krækja sér í smá blund áður en vaknað var til vinnu.

 

En það var eitthvað kósí við þetta allt samt sem áður Smile


mbl.is Svaf uppí hjá mömmu til fimmtán ára aldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kannast við þetta.... ég finn ekki fyrir þessu þar sem ég sef við hvaða kringumstæður og brölt sem er en það er önnur saga að segja af húsbóndanum sem þarf að vakna til vinnu, krumpaður og lemstraður .........

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 09:23

2 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Hí Hí, ég kannast sko við þetta. Krumpaður leggur maður af stað og það réttist ekki úr manni fyrr en um hádegi ;-)

Brosveitan - Pétur Reynisson, 15.5.2009 kl. 09:27

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er ósköp notaleg tilfinning að hafa öll börnin til fóta í hjónarúminu - svona stundum    Það er vottur þess að börnin treysti foreldrunum til þess að verja þau gegn tilfallandi ógnum og þá  hefur a.m.k. eitthvað heppnast í barnauppeldinu...

Kolbrún Hilmars, 15.5.2009 kl. 16:45

4 identicon

ef börnin væru BARA til fóta þá væri kannski meira pláss..... kettirnir eru þar sem dóttirin gleymir að loka á eftir sér þegar hún staulast inn á nóttunni... svo í mínu rúmi bætast við dóttir á milli okkar og 2 kisulórur til fóta í sjöunda himni eins og þær hafi náð að höndla gósenlandið... þær skilja ekkert í því afhverju þeim er ekki hent fram á nóttunni, bara á daginn heheheee þarna liggja þeir svo og sleikja hvort annan og mala í takt

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband