Framtíð sjónvarpsins er gegnum netið, ekki kössum ofan á sjónvarpinu...

Það eru ýmsar lausnir á sviði dreifingu efnis til okkar og ein sú sem margir hafa veðjað á er gegnum svo kallaða setbox tækni.  Kostir hennar er að myndgæðin eru gríðargóð og njóta sín á stórum sjónvörpum.  Hins vegar hefur um árabil verið gríðarsterkur undirstraumur og stígandi í annari og mjög spennandi lausn sem er að skapa gríðarstóran markað og notendahóp, en það er áhorf efnis á netinu.

Aðgangur að ókeypis efni er gríðarlegur og stóru fyrirtækin eru einnig að átta sig á því að hér hvíla gríðarleg tækifæri.

Hér takast tveir skólar á í raun og veru.  Annar skólinn stílar á gríðarleg gæði og hátæknilausnir á sviði dreifingar gegnum dýr, lokuð kerfi, til notenda sem kosta sitt.  Myndgæðin eru samt óneitanlega miklu meiri.

Hinn skólinn stílar á einfaldleika og aðstoð þess sem þegar er til, internetið.  Gæðin eru minni en það er svo miklu miklu skemmtilegra að horfa á það sem er á netinu.  Youtube sannar það.  Þetta er í raun sagan um WII og Playstation.  WII er svo miklu miklu skemmtilegra!

Með auknum hraða á nettenginum, betri þráðlausri tækni og nemum inni í sjónvörpunum sjálfum er stutt í það að þú loggir þig inn á netið gegnum sjónvarpið í stofunni og horfir á fullt af skemmtilegu efni þar án þess að borga dýrar áskriftir,  Þú getur reyndar gert þetta nú þegar í dag með réttum græjum og smá vinnu.

gattmikro

www.gattin.is  góður staður til að vera á ! 


mbl.is BBC og YouTube hefja samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Blog spam !!?? 

Ég reikna með að þú sért alveg nýr í bloggheiminum almennt séð.  Það víðtekin hefð í bloggheiminum að aðilar sem halda úti bloggi og eru að reka fyrirtæki eða aðra þjónustu tali um það sem þeir eru að gera og tengja það inn í bloggskrifin sín.  Þetta er mín bloggsiða en ekki þín, takk fyrir

Það vill nú einnig þannig til að bloggsíðan mín er einnig afþreyingarsíða eins og þú getur séð og ég tala um allt á milli himins og jarðar. 

Hins vegar mættir þú ásaka mig um spam ef ég færi inn á þína bloggsíðu og  laumaði inn athugasemdum sem "auglýstu" mína "vöru"  Það er spam...

Fyrirtækjablogg er margra ára gamall siður, þótt fyrirtæki á Íslandi hafi ekki byrjað á því. 

Brosveitan - Pétur Reynisson, 2.3.2007 kl. 13:43

2 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

  Sæll Andri.

Góður punktur með burðarþol netsins.  Reyndar eru nýjar ofurlausnir á leiðinni sem bjóða upp á gígabæt hraða gegnum netið.  Þessum hraða hefur einungis verið náð gegnum tilraunir sem hátækni stofnanir í Bandaríkjunum og Sviss hafa staðið fyrir ef ég man rétt.  Þetta er samt ekkert sem við sjáum alveg á næstunni, svo við gætum séð virkni netsinns falla niður á "gamla góða" 56k upplifunina...

Brosveitan - Pétur Reynisson, 2.3.2007 kl. 14:53

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er útilokað annað en að vera kátur yfir allir þeirri margbreytilegu þróun sem er komin inn í netheima, bloggheima og alla þessa heima sem við veljum að lifa í, sem betur fer eigum við alltaf val  og sumir vilja kannski borga mikið fyrir ,,merkjavöru" á netinu en fyrir okkur flest þá erum við sífellt að leita alls konar lausna og lausnir sem eiga erindi lifa.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.3.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband